Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   fös 28. nóvember 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Hjörvar Daði Arnarsson skrifaði undir samning við Grindavík í dag og svaraði spurningum frá Fótbolta.net eftir undirskriftina.

Hjörvar Daði var varamarkvörður hjá ÍBV í ár eftir að hafa verið aðalmarkvörður er Vestmanneyingar unnu Lengjudeildina í fyrra.

„Það var einhver áhugi frá öðrum félögum en eftir stutt spjall við Ray (Anthony) og Sigga (Óla Þórleifsson) formann var ég sannfærður um að koma hingað. Þetta var ekki erfið ákvörðun, þetta snýst um að hér fæ ég traustið og fæ að spila fótbolta. Ég hlakka mikið til að spila aftur," sagði Hjörvar við undirskriftina.

Hjörvar er 25 ára gamall en er þó einn af eldri leikmönnum Grindavíkurliðsins og hann veit að því fylgir mikil ábyrgð.

Grindavík rétt bjargaði sér frá falli úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er Hjörvar spenntur fyrir verkefninu sem er framundan.

„Mér líst vel á að koma hingað og það heillar mig að þeir séu komnir aftur til Grindavíkur. Mig langar að hjálpa þeim að komast aftur í sama stand og áður en þetta gerðist allt (með eldgosið). Þeir ætla sér stóra hluti og ég er ánægður að vera partur af því. Markmiðið er að fara upp í Bestu deildina."

   28.11.2025 16:57
Damir og Hjörvar í Grindavík (Staðfest)

Athugasemdir
banner