Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 29. janúar 2023 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kaupmannahöfn hefur hafnað tveimur tilboðum í Hákon
Hákon Arnar á framtíðina fyrir sér í fótboltaheiminum.
Hákon Arnar á framtíðina fyrir sér í fótboltaheiminum.
Mynd: Getty Images

FC Kaupmannahöfn hefur hafnað tveimur tilboðum frá RB Salzburg í hinn öfluga Hákon Arnar Haraldsson.


Arnar Laufdal Arnarsson greinir frá þessu og segir að fyrra tilboðið hafi hljóðað upp á 8 milljónir evra og það seinna 10 milljónir. Í báðum tilboðunum voru 2 milljónir árangurstengdar. Fjallað hefur verið um tilboð sem átti að hafa hljóðað upp á 13 milljónir evra en Arnar segir að tilboðin sem hafi borist hafi ekki verið svo há.

Hákon Arnar er ekki nema 19 ára gamall en hefur nú þegar spilað 40 keppnisleiki fyrir Kaupmannahöfn. Í þeim hefur hann skorað 6 mörk og gefið 5 stoðsendingar.

Salzburg er sterkasta félagið frá Austurríki og þekkt í fótboltaheiminum fyrir að vera með gríðarlega öflugt njósnarakerfi og fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Ungir leikmenn vilja spila fyrir Salzburg því þar fá þeir tækifæri. Leikmenn á borð við Sadio Mane og Erling Braut Haaland spiluðu fyrir félagið og brutust fram í sviðsljósið, rétt eins og Karim Adeyemi, Dominik Szoboszlai, Konrad Laimer og margir aðrir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner