Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 29. mars 2021 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ekki fyrsta liðið í Íslandssögunni með einhver skyldmenni innan liðsins"
Icelandair
Davíð og aðstoðarmennirnir tveir
Davíð og aðstoðarmennirnir tveir
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fótbolti er þannig að það er allt geranlegt ,við förum inn í leikinn með sigur hugarfar og gerum okkar allra besta í þessum leik," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Tveir dagar eru í lokaleik íslenska liðsins í riðlinum og þarf Ísland að vinna leikinn og treysta á sigur Dana gegn Rússum til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Í morgun voru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson kallaðir upp í A-landsliðið. Ertu ánægður fyrir þeirra hönd?

„Innilega. Markmiðið er að koma leikmönnum áfram í A-landsliðið, hjálpa þeim að taka síðasta skrefið. Það að leikmenn fái kallið upp í A-landsliðið eru bara frábærar fréttir."

„Auðvitað er alltaf eftirsjá í góðum leikmönnum en við erum með góða leikmenn á staðnum ennþá, við vissum að þetta gæti komið upp og ég óska strákunum alls hins besta."


Finnst þér þetta vera fjórir bestu leikmenn liðsins?

„Ég ætla ekki að vera kommenta á það, þetta eru leikmenn sem eru búnir að spila mikið og eru búnir að standa sig hrikalega vel, eins og margir aðrir."

Veistu þú af hverju Mikael Neville Anderson er ekki einn af þessum fjórum?

„Arnar [Þór Viðarsson] velur liðið og stundum er maður valinn og stundum ekki. Ég held að svarið sé ekki flóknara en það."

Fréttaritari hefur orðið var við umræðu um náin tengsl milli leikmanna og þjálfara, að það sé óheppilegt. Jörundur Áki Sveinsson er stjúpfaðir Róberts Orra Þorkelssonar og Þórður Þórðarson er faðir Stefáns Teit. Doddi og Jöri eru aðstoðarmenn Davíðs. Finnst honum þessi staða óheppileg?

„Ég held að við séum ekki fyrsta liðið í Íslandssögunni sem er með einhver skyldmenni innan liðsins, þannig nei, það er ekkert óheppilegt."

Þeir eru alveg nógu góðir til að vera í þessum hóp?

„Þeir voru í þessum hóp fyrir og þeir eiga svo sannarlega skilið að vera hérna," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner