Nýliðar Burnley unnu sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er þeir lögðu Sunderland að velli, 2-0, á Turf Moor í Lundúnum. Aston Villa tapaði fyrir Brentford, 1-0, og hefur ekki enn skorað mark á tímabilinu.
Dango Ouattara, sem kom til Brentford frá Bournemouth fyrir metfé á dögunum, skoraði sigurmarkið gegn Villa-mönnum á 13. mínútu leiksins.
Ouattara fékk boltann inn fyrir, reyndi skot sem Emiliano Martínez varði en frákastið datt fyrir Ouattara sem setti boltann af öryggi í netið.
Brentford-menn voru ósáttir þegar VAR tók mark af þeim undir lok hálfleiksins. Mikkel Damsgaard setti boltann í netið eftir langt innkast. Martínez fór í boltann en datt í grasið og skoraði Damsgaard í kjölfarið, en dæmt var brot á leikmann Brentford sem fór inn í Martínez í teignum.
Villa-menn voru meira með boltann en þó alls ekki sannfærandi fram á við og töpuðu fyrsta leik sínum í deildinni. Það hefur verið í leit að fleiri sóknarmönnum í sumar og eðlilega enda vantar mörk, og ekki enn tekist að finna arftaka þeirra Marcus Rashford og Jhon Duran.
Bournemouth vann sanngjarnan 1-0 sigur á Wolves á Vitality-leikvanginum.
Marcus Tavernier skoraði sigurmarkið á 4. mínútu eftir undirbúning Antoine Semenyo. Skot Tavernier úr teignum fór af varnarmanni og í slá og inn.
Heimamenn voru töluvert sterkari aðilinn og var það Jose Sá, markvörður Wolves, sem sá til þess að sigur Bournemouth yrði ekki stærri, þar á meðal með einn stórkostlegri vörslu frá Tyler Adams í seinni hálfleik.
Toti, varnarmaður Wolves, sá rauða spjaldið snemma í síðari hálfleiknum fyrir brot á Evanilson. Ekki hjálpaði það Wolves sem er spáð afar slöku gengi á tímabilinu.
Flottur sigur hjá Bournemouth sem spilaði líka vel á móti Englandsmeisturum Liverpool í fyrstu umferðinni. Nú er fyrsti sigurinn kominn og allt á réttri leið eftir að hafa misst nánast alla vörnina í sumar.
Burnley vann nýliðaslaginn gegn Sunderland, 2-0, á Turf Moor.
Burnley leit ekkert sérstaklega vel út í fyrsta leiknum gegn Tottenham, en það var annar bragur á liðinu í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Josh Cullen sem kom liðinu í forystu á 47. mínútu eftir sendingu frá Jaidon Anthony. Burnley
Anthony kom sjálfum sér síðan almennilega á blað undir lok leiksins er hann kom sér í gegn, hljóp framhjá Robin Roefs og setti boltann í netið.
Burnley komið á blað, eins og Sunderland, en bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir.
Úrslit og markaskorarar:
Burnley 2 - 0 Sunderland
1-0 Joshua Cullen ('47 )
2-0 Jaidon Anthony ('88 )
Brentford 1 - 0 Aston Villa
1-0 Dango Ouattara ('13 )
Bournemouth 1 - 0 Wolves
1-0 Marcus Tavernier ('4 )
Rautt spjald: Toti, Wolves ('49)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 | 0 | +6 | 6 |
2 | Tottenham | 2 | 2 | 0 | 0 | 5 | 0 | +5 | 6 |
3 | Chelsea | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 | 1 | +4 | 4 |
4 | Man City | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 | 2 | +2 | 3 |
5 | Liverpool | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 | 2 | +2 | 3 |
6 | Nott. Forest | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 | 1 | +2 | 3 |
7 | Sunderland | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 2 | +1 | 3 |
8 | Bournemouth | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 4 | -1 | 3 |
9 | Brentford | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 | 3 | -1 | 3 |
10 | Burnley | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 | 3 | -1 | 3 |
11 | Leeds | 2 | 1 | 0 | 1 | 1 | 5 | -4 | 3 |
12 | Brighton | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 |
13 | Fulham | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 |
14 | Crystal Palace | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
15 | Newcastle | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
16 | Aston Villa | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | -1 | 1 |
17 | Everton | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | -1 | 0 |
18 | Man Utd | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | -1 | 0 |
19 | Wolves | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 | 5 | -5 | 0 |
20 | West Ham | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 | 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir