Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim: Onana er klár, eins og hann var í síðustu viku
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: EPA
Það voru fréttir um það í morgun að Manchester United sé mögulega að kaupa belgíska markvörðinn Senne Lammens frá Antwerp en viðræður eru í gangi.

Altay Bayindir var í markinu gegn Arsenal um síðustu helgi en hann gerði slæm mistök.

Andre Onana, sem var aðalmarkvörður á síðasta tímabili, hafði verið að glíma við meiðsli í sumar en var klár gegn Arsenal. Hann var hins vegar ekki í hóp. Óvíst er með framtíð hans en hann hefur verið orðaður við Inter.

„Onana er klár í slaginn, eins og hann var í síðustu viku," sagði Rúben Amorim, stjóri Man Utd, á fréttamannafundi í dag.

„Við sjáum til hver byrjar í markinu."
Athugasemdir
banner