Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías haldið hreinu þrisvar í röð - „Frábært að geta gefið til baka til liðsins"
Myndir úr leiknum í gær.
Myndir úr leiknum í gær.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Elías Rafn Ólafsson hefur spilað síðustu fimm leiki í markinu hjá Midtjylland og fjórir af þessum fimm leikjum hafa unnist. Elias hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð, var maður leiksins gegn Vejle um síðustu helgi þegar hann varði öll átta skotin (samkvæmt Flashscore) sem fóru á hann. Midtjylland vann svo í gær KuPS 4-0 í fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í Evropudeildinni.

Midtjylland fékk gagnrýni í byrjun tímabils að liðið hefði fengið of mörg mörk á sig. Elías var í viðtali sem birt var á heimasíðu Midtjylland í dag.

„Það hefur mikla þýðingu að halda hreinu þrisvar í röð. Við reynum að halda hreinu í öllum leikjum. En við verðum að halda áfram að bæta okkur. Við höfum átt kafla í öllum leikjunum þar sem við höfum gefið of mörg færi á okkur, svo það er færi til að bæta sig," segir Elías.

Mads Bech og Martin Erlic spiluðu fyrir fram Elías í gær. Erlic kom til Midtjylland frá Bologna í sumar.

„Við fengum inn toppleikmannn í honum. Mér finnst hann mjög góður og það lítur út fyrir að aðlögunin fyrir hann hafi tekist nokkuð auðveldlega. Auðvitað þarf að venjast nýju liði, en það gengur vel."

Seinni leikurinn við KuPS fer fram í Finnlandi í næstu viku.

„Þetta er kjörin byrjun á þessu einvígi, hefðum ekki getað gert mikið betur. Mér fannst við samt geta stýrt leiknum betrum á nokkrum tímapunktum. Þeir fengu nokkur færi og voru of mikið með boltann í seinni hálfleik."

Elías var spurður út í eigin spilamennsku.

„Mér líður vel og er í góðu standi. Það er frábært að geta gefið til baka til liðsins með minni góðu frammistöðu."

„Auðvitað hjálpar það að vera í takti með svona mörgum leikjum, en það er líka mikilvægt fyrir mig að æfa vel og halda mér í góðum takti þannig,"
segir Elías.

Næsti leikur Midtjylland verður gegn Silkeborg á sunnudag. Elías verður að öllum líkindum í komandi landsliðshópi og er hann farinn að gera sterkt tilkall á byrjunarliðssæti í landsliðinu.
Athugasemdir