Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 19:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: McTominay og De Bruyne sáu um Sassuolo
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne stimplaði sig inn í lið Napoli með marki í sínum fyrsta deildarleik fyrir liðið í dag. Napoli heimsótti Sassuolo.

Scott McTominay, besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, kom liðinu yfir þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Matteo Poliitano.

De Bruyne tók aukaspyrnu frá kantinum eftir tæplega klukkutíma leik. Boltinn fór yfir allan pakkann í teignum og hafnaði í netinu.

Sassuolo var manni færri síðustu tíu mínúturnar þegar Ismael Kone fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli Genoa gegn Lecce. Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce.

Sassuolo 0 - 2 Napoli
0-1 Scott McTominay ('17 )
0-2 Kevin De Bruyne ('57 )
Rautt spjald: Ismael Kone, Sassuolo ('79)

Genoa 0 - 0 Lecce
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 1 1 0 0 2 0 +2 3
2 Cremonese 1 1 0 0 2 1 +1 3
3 Roma 1 1 0 0 1 0 +1 3
4 Genoa 1 0 1 0 0 0 0 1
5 Lecce 1 0 1 0 0 0 0 1
6 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Milan 1 0 0 1 1 2 -1 0
19 Bologna 1 0 0 1 0 1 -1 0
20 Sassuolo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner
banner