Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
   fös 22. ágúst 2025 13:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Lengjudeildin
Sigurjón Már Markússon hefur verið öflugur í varnarlínu Njarðvíkur í sumar
Sigurjón Már Markússon hefur verið öflugur í varnarlínu Njarðvíkur í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar hafa átt frábært sumar
Njarðvíkingar hafa átt frábært sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsækir Þór á Akureyri í stórleik nítjándu umferðar Lengjudeild karla á morgun þar sem toppsætið er í boði. 

Sigurjón Már Markússon hefur verið frábær fyrir Njarðvíkinga í sumar og staðið vaktina vel í öftustu línu Njarðvíkur. Við heilsuðum upp á hann á æfingu Njarðvíkinga fyrir leik og spurðum út í komandi verkefni og sumarið.


„Þetta er toppslagur og mikið undir. Við þurfum bara að gefa okkur alla í þetta. Það eru bara fjórir leikir eftir en það er bara einn leikur í einu" sagði Sigurjón Már Markússon í samtali við fotbolti.net fyrir leikinn um helgina. 

Aðspurður um hvernig undirbúningur fyrir leik hefur gengið sagði Sigurjón Már að æfingar hafi gengið vel.

„Bara vel, ég held við séum bara klárir í þetta. Við núllstilltum okkur og fókusinn er bara á Þór" 

Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik um liðna helgi þegar þeir máttu þola tap heima gegn Þrótti.  Sigurjón Már vildi ekki meina að tapleysið hafi hangið yfir hans liði í sumar.

„Nei ekki þannig. Mér hefur oft liðið eins og ég hafi tapað í sumar. Klúðrað einhverjum vítum í lokin og enda í einhverjum jafnteflum. Við höfum alltaf bara fókusað á það að gefa okkur alla í leikina og ekkert eitthvað sem var hangandi yfir okkur" 

Þrátt fyrir mikilvægi leiksins um helgina er honum alls ekki stillt upp sem einhverjum úrslitaleik.

„Nei nei, bara spila okkar bolta, njarðvíkurfótboltann. Við vitum hvað við erum góðir og ef við náum bara að spila okkar bolta þá getum við unnið hvaða lið sem er" 

Sumarið hefur verið frábært fyrir Njarðvíkinga en þeir sitja á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir en hefur sumarið farið framar væntingum í Njarðvík? 

„Nei, ég myndi segja á pari kannski. Þetta er bara búið að vera flott" 

Sigurjón Már Markússon var í liði Njarðvíkur sem hélt sér uppi á markatölu sumarið 2023 en það hefur margt vatn runnið til sjávar síðan þá.

„Við byrjuðum ekki vel það tímabilið og fáum svo Gunna [Gunnar Heiðar Þorvaldsson] inn og fáum stemninguna inn í þetta og höldum okkur uppi á einu marki" 

„Við eigum bara mjög fínt tímabil í fyrra. Erum vonsviknir að hafa ekki náð lengra en sjötta sætið. Við erum komnir mjög langt síðan þá finnst mér" 

Njarðvíkingar hafa nýtt tímabilið í fyrra, þar sem þeir rétt misstu af umspilssæti, sem hvatningu fyrir tímabilið í ár. 

„Já klárlega og kannski notað það sem reynslu. Við erum miklu meira tilbúnir í þetta tímabil miðað við í fyrra. Við erum búnir að læra helling af því. Þar byrjuðum við vel og misstum það niður svona undir lokin. Við erum búnir að halda aðeins meira dampi núna og ennþá að spila vel og rótera liðinu betur. Það eru fleiri sem geta komið inn og gert sitt" 

Þrátt fyrir að það sé lítið eftir af mótinu vill Sigurjón Már ekki meina að Njarðvíkingar finni fyrir meiri pressu með hverjum leiknum. 

„Nei ég myndi ekki segja það. Við erum bara að taka einn leik í einu. Við fókusum alltaf bara á næsta leik" 

Njarðvíkingar hafa verið að elta toppsætið mest allt mótið en eru núna á toppi deildarinnar. Breytir það einhverju að vera að leiða mótið frekar en að elta?

„Við erum bara að spila okkar fótbolta. Við erum búnir að vera á toppnum í tvær umferðir kannski. Við erum bara að gera okkar og ég myndi ekki segja að það væri einhver önnur nálgun á þessu heldur en fyrir það" 

Sigurjón Már var svo með skilaboð fyrir Njarðvíkinga í lokin.

„Komið til Akureyrar og styðjið okkur. Gerið ykkur góða helgi, það verður gaman að sjá ykkur sem flest" 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 18 10 7 1 42 - 19 +23 37
2.    Þór 18 11 3 4 42 - 25 +17 36
3.    Þróttur R. 18 10 5 3 36 - 28 +8 35
4.    ÍR 18 9 6 3 31 - 19 +12 33
5.    HK 18 9 4 5 32 - 24 +8 31
6.    Keflavík 18 8 4 6 38 - 31 +7 28
7.    Völsungur 18 5 4 9 30 - 40 -10 19
8.    Grindavík 18 5 3 10 35 - 51 -16 18
9.    Selfoss 18 5 1 12 20 - 34 -14 16
10.    Leiknir R. 18 4 4 10 18 - 35 -17 16
11.    Fjölnir 18 3 6 9 28 - 42 -14 15
12.    Fylkir 18 3 5 10 25 - 29 -4 14
Athugasemdir
banner