
Völsungur heimsótti Keflavík í lokaleik nítjándu umferðar Lengjudeild karla í dag.
Alls litu níu mörk dagsins ljós á HS Orku vellinum í Keflavík í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 7 - 2 Völsungur
„Leikurinn byrjar og þá eru þeir ofan á. Við erum lengi að átta okkur og leysa hvernig þeir voru að spila völlinn sem tók of langan tíma og það er lélegt hjá okkur" sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsunga eftir leikinn í dag.
„Þeir komst í 2-0 og eftir það þá finnum við mikinn takt á boltanum og sköpum mikið af færum og minnkum , fáum dauðafæri til að jafna og gerum það bara vel"
„Í þeim kafla þá skora þeir mark sem var fyrirgjöf og við förum með 3-1 inn í hálfleikinn. Það var of stórt fannst mér í því mómenti"
„Við ræðum málin í hálfleik og þeir skora beint út horni á fyrstu mínútu seinni hálfleiks sem að drap leikinn svolítið mikið fyrir okkur"
Völsungur eru þrem stigum fyrir ofan fallsæti í þéttum pakka þegar lítið er eftir af mótinu.
„Þetta er bara algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki. Næsti leikur er á móti Grindavík á heimavelli og þar ætlum við okkur að ná í þrjú stig og það er það eina sem skiptir máli fyrir okkur akkurat í þessu augnabliki"
Aðspurður hvort að næsti leikur gegn Grindavík sé hin klassíski sex stiga leikur var vitnað í lagið góða.
„Já bara eins og segir í laginu góða, allir í gallana, þetta er sex stiga leikur"
Nánar er rætt við Aðalstein Jóhann Friðriksson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 26 | +19 | 39 |
2. Þróttur R. | 19 | 11 | 5 | 3 | 38 - 29 | +9 | 38 |
3. Njarðvík | 19 | 10 | 7 | 2 | 43 - 22 | +21 | 37 |
4. HK | 19 | 10 | 4 | 5 | 37 - 25 | +12 | 34 |
5. ÍR | 19 | 9 | 7 | 3 | 32 - 20 | +12 | 34 |
6. Keflavík | 19 | 9 | 4 | 6 | 45 - 33 | +12 | 31 |
7. Völsungur | 19 | 5 | 4 | 10 | 32 - 47 | -15 | 19 |
8. Grindavík | 19 | 5 | 3 | 11 | 35 - 55 | -20 | 18 |
9. Fylkir | 19 | 4 | 5 | 10 | 29 - 29 | 0 | 17 |
10. Leiknir R. | 19 | 4 | 5 | 10 | 19 - 36 | -17 | 17 |
11. Selfoss | 19 | 5 | 1 | 13 | 21 - 36 | -15 | 16 |
12. Fjölnir | 19 | 3 | 6 | 10 | 29 - 47 | -18 | 15 |