Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 23. ágúst 2025 20:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Lengjudeildin
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsungs
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsungs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Völsungur heimsótti Keflavík í lokaleik nítjándu umferðar Lengjudeild karla í dag. 

Alls litu níu mörk dagsins ljós á HS Orku vellinum í Keflavík í dag. 


Lestu um leikinn: Keflavík 7 -  2 Völsungur

„Leikurinn byrjar og þá eru þeir ofan á. Við erum lengi að átta okkur og leysa hvernig þeir voru að spila völlinn sem tók of langan tíma og það er lélegt hjá okkur" sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsunga eftir leikinn í dag.

„Þeir komst í 2-0  og eftir það þá finnum við mikinn takt á boltanum og sköpum mikið af færum og minnkum , fáum dauðafæri til að jafna og gerum það bara vel" 

„Í þeim kafla þá skora þeir mark sem var fyrirgjöf og við förum með 3-1 inn í hálfleikinn. Það var of stórt fannst mér í því mómenti" 

„Við ræðum málin í hálfleik og þeir skora beint út horni á fyrstu mínútu seinni hálfleiks sem að drap leikinn svolítið mikið fyrir okkur" 

Völsungur eru þrem stigum fyrir ofan fallsæti í þéttum pakka þegar lítið er eftir af mótinu.

„Þetta er bara algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki. Næsti leikur er á móti Grindavík á heimavelli og þar ætlum við okkur að ná í þrjú stig og það er það eina sem skiptir máli fyrir okkur akkurat í þessu augnabliki" 

Aðspurður hvort að næsti leikur gegn Grindavík sé hin klassíski sex stiga leikur var vitnað í lagið góða.

„Já bara eins og segir í laginu góða, allir í gallana, þetta er sex stiga leikur"

Nánar er rætt við Aðalstein Jóhann Friðriksson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir
banner
banner