Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fös 22. ágúst 2025 22:37
Brynjar Óli Ágústsson
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst mjög gott hjá okkur að klára þetta í fyrri hálfleik og mjög gott að koma svona eftir bikarúrslit.'' segir Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-0 sigur gegn Tindastól í 15. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Tindastóll

Agla María skoraði tvö mörk og var valin maður leiksins af bæði Breiðablik og Fótbolta.net.

„Mér fannst ég eiga góðan leik þessar mínútur sem ég spilaði. Mjög gott að skora og gott fyrir okkur að skora svona mörg mörk.''

Breiðablik skoraði mörkin sín fyrstu 30 mínútur leiksins. Agla María var spurð hvort leikmenn væru nokkuð farin að bíða eftir að leikurinn væri lokinn.

„Nei alls ekki. Heilt yfir frammistaðan í fyrri hálfleik var mjög góð og svo verða þær að bregðast einhvern vegin við og þær gera vel og hægja mikið á leiknum, það næst þannig ekki gott flæði í seinni hálfleiknum. Þær bregðast við og gera vel í því,''

Agla María var tekin út af korter inn í seinni hálfleik og náði ekki inn þrennu.

„Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna. Það er mikilvægir leikir fram undan hjá okkur, við erum að fara spila tvo leiki í Evrópu og það er bara fókusinn á það. Ég veit voða lítið um þetta, ég veit bara að við erum að fara út á mánudaginn til Hollands og það er alltaf gaman að taka þátt í svona verkefnum,''

Venjulega er hörð barátta milli Breiðablik og Val fyrir fyrsta sæti deildarinnar, en sagan er önnur í ár.

„FH stelpur hafa verið að gera mjög vel en það er alveg áhugavert að sjá hvað Vals stelpur hafa verið að spíta sig upp að síðkastið. Það á ekki að vanmeta þær og þrátt fyrir að þær eru svona neðarlega í töflunni,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner