Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fös 22. ágúst 2025 22:37
Brynjar Óli Ágústsson
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst mjög gott hjá okkur að klára þetta í fyrri hálfleik og mjög gott að koma svona eftir bikarúrslit.'' segir Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-0 sigur gegn Tindastól í 15. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Tindastóll

Agla María skoraði tvö mörk og var valin maður leiksins af bæði Breiðablik og Fótbolta.net.

„Mér fannst ég eiga góðan leik þessar mínútur sem ég spilaði. Mjög gott að skora og gott fyrir okkur að skora svona mörg mörk.''

Breiðablik skoraði mörkin sín fyrstu 30 mínútur leiksins. Agla María var spurð hvort leikmenn væru nokkuð farin að bíða eftir að leikurinn væri lokinn.

„Nei alls ekki. Heilt yfir frammistaðan í fyrri hálfleik var mjög góð og svo verða þær að bregðast einhvern vegin við og þær gera vel og hægja mikið á leiknum, það næst þannig ekki gott flæði í seinni hálfleiknum. Þær bregðast við og gera vel í því,''

Agla María var tekin út af korter inn í seinni hálfleik og náði ekki inn þrennu.

„Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna. Það er mikilvægir leikir fram undan hjá okkur, við erum að fara spila tvo leiki í Evrópu og það er bara fókusinn á það. Ég veit voða lítið um þetta, ég veit bara að við erum að fara út á mánudaginn til Hollands og það er alltaf gaman að taka þátt í svona verkefnum,''

Venjulega er hörð barátta milli Breiðablik og Val fyrir fyrsta sæti deildarinnar, en sagan er önnur í ár.

„FH stelpur hafa verið að gera mjög vel en það er alveg áhugavert að sjá hvað Vals stelpur hafa verið að spíta sig upp að síðkastið. Það á ekki að vanmeta þær og þrátt fyrir að þær eru svona neðarlega í töflunni,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner