Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 22. ágúst 2025 22:37
Brynjar Óli Ágústsson
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst mjög gott hjá okkur að klára þetta í fyrri hálfleik og mjög gott að koma svona eftir bikarúrslit.'' segir Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 5-0 sigur gegn Tindastól í 15. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Tindastóll

Agla María skoraði tvö mörk og var valin maður leiksins af bæði Breiðablik og Fótbolta.net.

„Mér fannst ég eiga góðan leik þessar mínútur sem ég spilaði. Mjög gott að skora og gott fyrir okkur að skora svona mörg mörk.''

Breiðablik skoraði mörkin sín fyrstu 30 mínútur leiksins. Agla María var spurð hvort leikmenn væru nokkuð farin að bíða eftir að leikurinn væri lokinn.

„Nei alls ekki. Heilt yfir frammistaðan í fyrri hálfleik var mjög góð og svo verða þær að bregðast einhvern vegin við og þær gera vel og hægja mikið á leiknum, það næst þannig ekki gott flæði í seinni hálfleiknum. Þær bregðast við og gera vel í því,''

Agla María var tekin út af korter inn í seinni hálfleik og náði ekki inn þrennu.

„Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna. Það er mikilvægir leikir fram undan hjá okkur, við erum að fara spila tvo leiki í Evrópu og það er bara fókusinn á það. Ég veit voða lítið um þetta, ég veit bara að við erum að fara út á mánudaginn til Hollands og það er alltaf gaman að taka þátt í svona verkefnum,''

Venjulega er hörð barátta milli Breiðablik og Val fyrir fyrsta sæti deildarinnar, en sagan er önnur í ár.

„FH stelpur hafa verið að gera mjög vel en það er alveg áhugavert að sjá hvað Vals stelpur hafa verið að spíta sig upp að síðkastið. Það á ekki að vanmeta þær og þrátt fyrir að þær eru svona neðarlega í töflunni,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner