
Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, er með hreint út sagt sturlaða tölfræði á þessu tímabili. Hann er lykilmaður í liði Fylkis og var það mikil blóðtaka fyrir liðið að hans naut ekki við í upphafi móts vegna meiðsla.
En eftir endurkomu hefur hann komið við sögu í átta leikjum. Hann hefur skorað þrjú mörk í leikjunum átta, sem er nokkuð gott fyrir miðjumann.
Það er ekki áhugaverðasta tölfræði Emils í sumar, heldur er það spjaldagleði hans.
En eftir endurkomu hefur hann komið við sögu í átta leikjum. Hann hefur skorað þrjú mörk í leikjunum átta, sem er nokkuð gott fyrir miðjumann.
Það er ekki áhugaverðasta tölfræði Emils í sumar, heldur er það spjaldagleði hans.
Í leikjunum átta hefur Emil fengið að líta sjö gul spjöld. Í eina leiknum sem hann spilaði og fékk ekki gult spjald tókst honum að fá rautt spjald á varamannabekknum, eftir að hann var tekinn af velli á móti ÍR.
Emil verður í leikbanni á morgun þegar Fylkismenn fara til Grindavíkur, verður það þriðja leikbann Emils á tímabilinu. Fylkir er á botni Lengjudeildarinnar og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Fjórar umferðir eru eftir af Lengjudeildinni.
19. umferð Lengjudeildarinnar (allir leikir á laugardag)
14:00 Þróttur R.-Selfoss (AVIS völlurinn)
14:00 Leiknir R.-ÍR (Domusnovavöllurinn)
14:00 Grindavík-Fylkir (Stakkavíkurvöllur)
14:00 Fjölnir-HK (Egilshöll)
16:00 Þór-Njarðvík (Boginn)
17:00 Keflavík-Völsungur (HS Orku völlurinn)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 21 | 13 | 3 | 5 | 49 - 30 | +19 | 42 |
2. Þróttur R. | 21 | 12 | 5 | 4 | 42 - 35 | +7 | 41 |
3. Njarðvík | 21 | 11 | 7 | 3 | 47 - 25 | +22 | 40 |
4. HK | 21 | 11 | 4 | 6 | 42 - 29 | +13 | 37 |
5. ÍR | 21 | 10 | 7 | 4 | 37 - 25 | +12 | 37 |
6. Keflavík | 21 | 10 | 4 | 7 | 49 - 38 | +11 | 34 |
7. Völsungur | 21 | 7 | 4 | 10 | 36 - 48 | -12 | 25 |
8. Grindavík | 21 | 6 | 3 | 12 | 38 - 58 | -20 | 21 |
9. Fylkir | 21 | 5 | 5 | 11 | 32 - 31 | +1 | 20 |
10. Leiknir R. | 21 | 5 | 5 | 11 | 22 - 39 | -17 | 20 |
11. Selfoss | 21 | 6 | 1 | 14 | 24 - 40 | -16 | 19 |
12. Fjölnir | 21 | 3 | 6 | 12 | 31 - 51 | -20 | 15 |
Athugasemdir