Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atletico Madrid ekki tilbúið að fara í viðræður um Lookman
Mynd: EPA
Framtíð Ademola Lookman, leikmanns Atalanta, er í mikili óvissu eftir að Inter gafst upp á að eltast við hann.

Atalanta hafnaði 45 milljón evra tilboði frá Inter. Atalanta vill fá 50 milljónir evra fyrir hann en Inter er ekki tilbúið að hækka tilboðið.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Matteo Moretto greinir frá því að umboðsmenn Lookman hafi sett sig í samband við Atletico Madrid.

Atletico hefur sýnt Lookman áhuga en Moretto segir að Atletico telji að kaupverðið sé of hátt.

Lookman skrópaði á æfingar hjá Atalanta en er mættur á æfingasvæðið og æfir einn þessa dagana.
Athugasemdir
banner