Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Diaz og Kane sjóðheitir í risasigri á Leipzig
Mynd: EPA
Bayern 6 - 0 RB Leipzig
1-0 Michael Olise ('27 )
2-0 Luis Diaz ('32 )
3-0 Michael Olise ('42 )
4-0 Harry Kane ('64 )
5-0 Harry Kane ('74 )
6-0 Harry Kane ('78 )

Bayern Munchen byrjar af krafti í þýsku deildinni en liðið fékk RB Leipzig í heimsókn í fyrsta leik deildarinnar í kvöld.

Luis Diaz gekk til liðs við Bayern frá Liverpool í sumar. Hann opnaði markareikninginn í sigri gegn Stuttgart í þýska Ofurbikarnum á dögunum.

Hann hélt uppteknum hætti í kvöld því hann kom liðinu í 2-0 eftir að Michael Olise hafði komið liðinu yfir. Olise bætti svo öðru marki sínu og þriðja marki Bayern við áður en flautað var til hálfleiks.

Þá var komið að Harry Kane. Hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum eftir rúmlega klukkutíma leik eftir sendingu frá Diaz. Tíu mínútum síðar skoraði Kane sitt annað mark og aftur var það Diaz sem átti stoðsendinguna. Kane fullkomnaði síðan þrennu sína og innsiglaði stórsigur Bayern.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 1 1 0 0 6 0 +6 3
2 Augsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Leverkusen 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Dortmund 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Gladbach 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Eintracht Frankfurt 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Freiburg 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Hamburger 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Heidenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Hoffenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Köln 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mainz 0 0 0 0 0 0 0 0
13 St. Pauli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Stuttgart 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Union Berlin 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Werder 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Wolfsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
18 RB Leipzig 1 0 0 1 0 6 -6 0
Athugasemdir
banner
banner