Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Verðum að þagga niður í Ekitike
Mynd: EPA
Það hefur verið mikil dramatík í kringum Liverpool og Newcastle í sumar en liðin mætast á St. James' Park á morgun.

Newcastle reyndi að fá Hugo Ekitike frá Frankfurt í sumar en þýska félagið hafnaði tilboði enska liðsins. Hann gekk að lokum til liðs við Liverpool.

Liverpool hefur reynt að fá Alexander Isak frá Newcastle í sumar en sænski framherjinn er í skammarkróknum hjá Newcastle þar sem hann hefur reynt allt til að komast til Liverpool.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, viðurkennir að hann hafi horft til Ekitike í mörg ár.

„Hann er með mjög góða eiginleika og hann sýndi það í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Hann átti mjög góðan leik gegn Bournemouth. Hann er með mjög góðar hreifingar, góður í loftinu, skorar með báðum fótum. Okkar verk er að þagga hann niður. Hann verður ógnandi í ár," sagði Howe.

Ekitike átti draumabyrjun fyrir Liverpool en hann skoraði og lagði upp í 4-2 sigri liðsins gegn Bournemouth um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner