Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   lau 23. ágúst 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donnarumma kvaddi stuðningsmenn eftir nauman sigur
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma yfirgefur PSG í sumar en hann náði ekki samkomulagi við félagið um framlengingu á samningi sínum.

Honum var tjáð að hann mætti finna sér nýtt félag þar sem PSG vildi ekki borga honum launin sem hann vildi en samningurinn hans rennur út næsta sumar.

Donnarumma kvaddi stuðningsmenn liðsins á Parc de Princes, heimavelli PSG, eftir nauman sigur á Angers í 2. umferð frönsku deildarinnar í gær en Fabian Ruiz skoraði eina mark leiksins eftir að Ousmane Dembele hafði klikkað á víti fyrr í leiknum.

Liðsfélagar hans ýttu honum í átt að stuðningsmönnum þar sem Donnarumma klappaði fyrir stuðningsmönnunum á meðan liðsfélagarnir fylgdust með.

Donnarumma hefur verið orðaður við Man Utd og Man City en talið er líklegast að hann endi hjá City.


Athugasemdir
banner