Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank: Þarf að senda Klopp skilaboð
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham, sagðist þurfa að senda Jurgen Klopp skilaboð eftir sigur liðsins gegn Man City í gær.

Frank var spurður út í fullyrðingu Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, eftir leikinn. Klopp sagði að það væri ekkert betra en góð pressa í leikjum.

„Já það er gott. Hann er snjall maður. Ég þarf að senda honum skilaboð og segja: 'Heyrðu, þetta er rosalega snjallt'. Ég hef mikla trú á harðri pressu eins og þú sást í dag og hefur séð með Brentford liðið mitt," sagði Frank.

„Það er sókndjarft. Það er miklu skemmtilegra að verjast á vallarhelmingi andstæðingsins og í dag vorum við mjög góðir í að skora eftir það."
Athugasemdir
banner