Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Vilhjálmur Kaldal skaut Þrótti á toppinn - Jafnt í Breiðholtsslag
Vilhjálmur Kaldal skoraði tvennu
Vilhjálmur Kaldal skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron Wöhler skoraði tvö eins og liðsfélagi hans, Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Eyþór Aron Wöhler skoraði tvö eins og liðsfélagi hans, Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Aron gerði slæm mistök en bætti upp fyrir þau með hörkuskallamarki í seinni hálfleik
Þorsteinn Aron gerði slæm mistök en bætti upp fyrir þau með hörkuskallamarki í seinni hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar hafa ekki unnið leik í síðustu fjórum
ÍR-ingar hafa ekki unnið leik í síðustu fjórum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur er kominn á toppinn í Lengjudeild karla eftir að hafa lagt Selfoss að velli, 2-1, í 19. umferð deildarinnar í dag.

Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson skoraði bæði mörk Þróttara með sex mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleikinn.

Hann setti boltann í stöng og inn á 21. mínútu og bætti síðan öðru við með því pota boltanum yfir línuna sex mínútum síðar.

Þróttarar voru nálægt því að gera út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks, en skotið í stöngina.

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik er hann slapp inn fyrir og setti boltann í netið.

Jón Daði var nálægt því að jafna metin stuttu síðar en setti boltann framhjá úr dauðafæri.

Viktor Andri Hafþórsson og Kári Kristjánsson fengu færin til þess að klára leikinn seint í leiknum, en nýttu ekki. Það kom ekki að sök og eru það Þróttarar sem fagna enda komnir á toppinn með 38 stig á meðan Selfoss er í næst neðsta með 16 stig.

HK-ingar löbbuðu yfir Fjölni á síðasta korterinu

HK-ingar unnu sannfærandi 5-1 sigur á Fjölni í Egilshöllinni.

Karl Karlsson skoraði fyrir HK strax á 11. mínútu með hörkuskoti í nærhornið, rétt fyrir utan teiginn áður en Árni Steinn Sigursteinsson jafnaði metin eftir skelfileg mistök í vörn HK.

Þorsteinn Aron Antonsson sendi boltann beint á Ara Stein sem gat ekki annað en sett boltann í netið.

Jóhann Þór Arnarsson skoraði á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu og síðan kláruðu HK-ingar dæmið á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Þorsteinn Aron bætti upp fyrir mistökin í markinu sem HK fékk á sig með hörkuskalla á 76. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Dagur Ingi Axelsson gegn sínum gömlu félögum eftir stórkostlega stungusendingu frá Arnþóri Ara Atlasyni.

Dagur bætti við öðru marki sínu á 82. mínútu og 5-1 öruggur sigur HK staðreynd. HK er í 4. sæti með 34 stig en Fjölnir á botninum með 15 stig.

Jafnt í Breiðholtsslag

Leiknir og ÍR gerðu 1-1 jafntefli í Breiðholtsslag á Domusnova-vellinum í Breiðholti.

Renato Punyed skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á 20. mínútu er hann slapp í gegn og kláraði örugglega framhjá Ólafi Íshólm Ólafssyni.

Það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleiknum og bæði lið að spila skipulagðan varnarleik.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok jöfnuðu Leiknismenn er Axel Freyr Harðarson skoraði úr þröngu færi eftir sendingu inn fyrir, en nokkrum mínútum áður vildu ÍR-ingar fá annað mark eftir hornspyrnu þar sem þeir töldu boltann hafa farið yfir línuna, en aðstoðardómarinn var ósammála og ekkert mark dæmt.

ÍR-ingar reyndu eins og þeir gátu að landa öllum stigunum, en heppnin ekki með þeim og lokatölur því 1-1 í dag. ÍR er komið niður í 5. sæti deildarinnar með 34 stig, en Leiknir í 10. sæti með 17 stig.

Öruggt og þægilegt hjá Fylki

Fylkismenn unnu öflugan 4-0 sigur á Grindavík á Stakkavíkurvelli.

Eyþór Aron Wöhler kom Fylkismönnum í frábæra stöðu með tveimur mörkum á einni mínútu. Fyrra markið gerði hann á 37. mínútu eftir sendingu frá Þórði Inga Ingamundarsyni og síðan gerði hann annað eftir að hann nýtti sér misheppnaðan skalla Haraldar Björgvins Eysteinssonar.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði inn þriðja markinu undir lok fyrri hálfleiks og gerði síðan út um leikinn með öðru marki sínu hálftíma fyrir leikslok.

Lífsnauðsynlegur sigur Fylkis sem er kominn upp úr fallsæti og í það 9. með 17 stig en Grindavík í 8. sæti með 18 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Leiknir R. 1 - 1 ÍR
0-1 Renato Punyed Dubon ('23 )
1-1 Axel Freyr Harðarson ('72 )
Lestu um leikinn

Grindavík 0 - 4 Fylkir
0-1 Eyþór Aron Wöhler ('37 )
0-2 Eyþór Aron Wöhler ('38 )
0-3 Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('42 )
0-4 Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('59 )
Lestu um leikinn

Fjölnir 1 - 5 HK
0-1 Karl Ágúst Karlsson ('11 )
1-1 Árni Steinn Sigursteinsson ('16 )
1-2 Jóhann Þór Arnarsson ('36 , víti)
1-3 Þorsteinn Aron Antonsson ('76 )
1-4 Dagur Ingi Axelsson ('78 )
1-5 Dagur Ingi Axelsson ('82 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. 2 - 1 Selfoss
1-0 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('21 )
2-0 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('27 )
2-1 Jón Daði Böðvarsson ('48 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir
banner
banner