Manchester City er óvænt tveimur mörkum undir gegn Tottenham nú þegar búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks á Etihad-leikvanginum.
Brennan Johnson kom Tottenham í forystu á 35. mínútu eftir sendingu frá Richarlison.
Gestirnir voru meira ógnandi næstu mínútur á eftir og náðu að bæta við öðru í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir mjög svo furðulega ákvörðun James Trafford.
Markvörðurinn ætlaði að senda stutt á Nico Gonzalez sem var með Sarr í sér. Nico tapaði baráttunni og fór boltinn út á Richarlison sem missti hann frá sér til Joao Palhinha sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham.
Afar slæm mistök sem gætu kostað City-menn stig, en Tottenham-liðið lítur bara nokkuð vel út í byrjun tímabils.
Sjáðu mistökin og markið
Athugasemdir