Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir Hvergerðingar á leið til Sandefjord
Markús Andri er á meðal þeirra sem eru á leið til Sandefjord.
Markús Andri er á meðal þeirra sem eru á leið til Sandefjord.
Mynd: Hamar
Fjórir Hvergerðingar munu í næsta mánuði fara til norska félagsins Sandefjord til æfinga. Bræðurnir Markús Andri Daníelsson Martin og Ísak Sindri Daníelsson Martin fara til Sandefjord. Ingimar Þorvaldsson og Arnór Ingi Davíðsson fara líka.

Sandefjord er Íslendingafélag, Stefán Ingi Sigurðarson er leikmaður liðsins og hefur raðað inn mörkum á tímabilinu, Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari liðsins og Axel Örn Sæmundsson er þjálfari U17 liðsins.

Arnór Ingi er fæddur 2007, Ingimar er fæddur 2008, Markús Andri er fæddur 2010 og Ísak Sindri er fæddur 2008. Þeir eru allir uppaldir hjá Hamri.

Markús Andri er U17 landsliðsmaður, á alls að baki níu leiki með Hamri í sumar.

Hamar á þrjá leiki eftir í 4. deildinni og þarf mjög góð úrslit til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið mætir fyrst Álftanesi í kvöld, svo Elliða og loks Höfnum í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner