Sóknarmaðurinn Yoane Wissa eyddi öllu tengdu Brentford á samfélagsmiðlum sínum á dögunum en hann er ósáttur við félagið; hann vill komast til Newcastle.
Brentford hafnaði 40 milljóna punda tilboði Newcastle í vikunni, en á þessari stundu er algerlega óvíst hvort félagið muni leggja fram annað tilboð í kappann. Brentford vill fá 60 milljónir punda.
Brentford hafnaði 40 milljóna punda tilboði Newcastle í vikunni, en á þessari stundu er algerlega óvíst hvort félagið muni leggja fram annað tilboð í kappann. Brentford vill fá 60 milljónir punda.
Wissa var ekki með Brentford í fyrsta leik tímabilsins en hann gæti verið með gegn Aston Villa á morgun.
„Hann hefur verið að æfa með liðinu," sagði Keith Andrews, stjóri Brentford, í dag. „Ég mun taka ákvörðun með hópinn á morgun en hann hefur verið með okkur í þessari viku."
„Hann er leikmaður Brentford núna. Skoðun mín hefur alltaf verið sú að ég vil ekki að Yoane fari. Það hefur ekkert breyst."
Athugasemdir