
Björn Steinar Jónsson formaður Vals var mættur í upphitun á Ölver fyrir bikarúrslitaleik Vals gegn Vestra. Hann er spenntur fyrir leiknum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
„Menn byrjuðu bara snemma klukkan fjögur, það er náttúrulega bara stór dagur fyrir okkur Valsara. Alltaf jafn gaman að taka þátt í þessum leik. Það er langt síðan við höfum verið síðast, við vorum síðast í þessum leik 2016, þannig það er gríðarleg tilhlökkun hjá stuðningsmönnum okkar, leikmönnum og teyminu," sagði Björn.
Þar sem það er langt síðan Valur spilaði á Laugardalsvelli, þá býst Björn við að stuðningsmenn Vals fjölmenni á völlinn.
„Ég býst við að það verði mjög góð mæting. Við höfum beðið eftir því lengi að komast í svona leik, og ég er viss um að það verði mjög góð mæting. Við höfum mjög gaman af því, og ég býst við að það verði mjög góð stemning í stúkunni," sagði Björn.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.