Ilkay Gündogan, Manuel Akanji og Savinho eru allir utan hóps er Manchester City tekur á móti Tottenham klukkan 11:30 á Etihad-leikvanginum í dag.
Allir eru orðaðir við brottför en þeir Akanji og Gündogan eru báðir sagðir á leið til Galatasaray í Tyrklandi á meðan Tottenham er að eltast við Savinho.
Talið er að félagaskipti Akanji verði frágengin um eða rétt eftir helgi.
Tottenham er að undirbúa nýtt tilboð í Savinho og er talið að það muni nema um 60-70 milljónum punda, en Pep Guardiola. stóri City, sagði Brasilíumanninn vera að glíma við meiðsli. Hann var ekki heldur með gegn Wolves í fyrstu umferðinni.
Ederson, sem hefur einnig verið orðaður við Galatasaray, er á bekknum og er það James Trafford sem heldur sæti sínu í bili, eða þangað til félagið nær samkomulagi við Paris Saint-Germain um ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma.
?????? Ilkay Gündogan and Manuel Akanji, not in the squad for Man City today as both could leave the club in the next days.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2025
Éderson, again on the bench… as City discuss with Galatasaray and could then sign Gianluigi Donnarumma. ???????? pic.twitter.com/gDJI5zyjRQ
Athugasemdir