Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   lau 23. ágúst 2025 19:13
Sigurjón Árni Torfason
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Lengjudeildin
Bjarni Jó var undsvekktur með sína menn í fyrri hálfleik
Bjarni Jó var undsvekktur með sína menn í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss tapaði í dag fyrir Þrótti á Avis vellinum 2-1 en með tapinu eru Selfoss komnir í fallsæti stigi á eftir Leikni og Fylki. Bjarni Jó mætti í viðtal hjá Fótbolti.net.

„Við þurfum að mæta í leiki eins og við mættum í seinni hálfleikinn, við vinnum seinni hálfleikinn. Það var alveg himin og haf milli hálfleika hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var bara handónýtur hjá okkur, vorum langt frá mönnum, börðumst illa. Það var létt að leika á okkur." sagði svekktur þjálfari Selfyssinga. 

„En í seinni hálfleik tókum við á þessu eins og fullorðnir karlmenn og það var allt annað uppá teningnum. Ef við eigum að forðast fall þá þurfum við að taka allt það besta úr seinni hálfleiknum í dag með okkur inní þessa 3 leiki sem eftir eru."


Botnbaráttan er rosalega þétt í Lengjudeildinni og Selfoss verða að fara tengja saman frammistöður.

„Við erum hundsvektir að hafa ekki fengið neitt útúr þessum leik á móti best spilandi liðinu í þessari deild sem er akkúrat á toppnum núna. Þannig að það hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að byggja á."

Jón Daði kom fyrr í sumar heim á Selfoss sem ætti að geta breytt miklu. Bjarni er ánægður með formið á Jóni Daða.

„Hann er í hörkufínu standi núna og hann gefur okkur náttúrulega helling eins og við sáum markið sem hann gerir, það smitar fá sér inní liðið."


Athugasemdir
banner