Arsenal skoraði annað deildarmark sitt í ensku úrvalsdeildinni í dag er það komst í 1-0 gegn Leeds á Emirates-leikvanginum og auðvitað kom það eftir hornspyrnu.
Hornspyrnurnar hafa verið helsta vopn Arsenal síðustu ár og kom kannski lítið á óvart að það hafi skapað sigurmark liðsins gegn Manchester United í síðustu umferð.
Þær ætla að halda áfram að gefa því Jurrien Timber var rétt í þessu að koma Arsenal í 1-0 með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice á 34. mínútu.
Arsenal-mennirnir byrjuðu allir á fjærstönginni, tóku síðan hlaupið á nær og tröðkuðu hreinlega yfir varnarmenn Leeds. Timber náði að koma sér í boltann og skila honum í netið, en markið má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir