Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   lau 23. ágúst 2025 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Lengjudeildin
Skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í dag.
Skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann er betri í ár en í fyrra, spilar með sjálfstrausti'
'Hann er betri í ár en í fyrra, spilar með sjálfstrausti'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rafael Victor átti mjög góðan leik í liði Þórs sem vann 3-1 sigur á Njarðvík í toppbaráttuslag Lengjudeildarinnar í dag. Portúgalski framherjinn ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Njarðvík

„Lykillinn var að halda trúnni, við höfum verið að vinna marga leiki, höfum gefið okkur alla í leikina og í dag var þetta eins; vildum gefa allt í þetta frá fyrstu mínútu. Við gerðum það og núna erum við með stigin þrjú."

Rafael kom til Þórs frá Njarðvík eftir tímabilið 2023. Kveikti það meira í honum að mæta sínum fyrrum liðsfélögum?

„Nei, í rauninni ekki. Ég var bara að hugsa um að vinna, því með sigri færum við á toppinn og þyrftum bara að treysta á okkur sjálfa. Ég var bara einbeittur á að hjálpa liðinu að vinna."

Rafael átti sinn besta leik í langan tíma í dag, í það minnsta hans besti leikur á þessu tímabili. Hann missti af byrjun mótsins vegna meiðsla en hefur í síðustu 3-4 leikjum verið alveg 100%.

„Við erum á góðum stað, ég er mjög ánægður og núna er þetta undir okkur komið. Við verðum að vera auðmjúkir, gefa okkur alla í alla leikina."

Rafael spilar sem fremsti maður og vinstra megin við hann hefur Sigfús Fannar Gunnarsson raðað inn mörkum. Sigfús hefur skorað tólf mörk í deildinni á tímabilinu.

„Það er mjög gott að spila með honum, hann er betri í ár en í fyrra, spilar með sjálfstrausti, hann er snöggur og öflugur þegar hann fer af stað með boltann."

Portúgalinn var spurður út í markið sem hann skoraði, það myndaðist stórt gat í vörn Njarðvíkur þar sem varnarmaður þeirra lá eftir, og framherjinn nýtti sér það gat.

„Ég tók ekki eftir því að hann var í grasinu, ég vildi bara fá boltann, sá markið og vildi skora. Það er vinnan mín."

„Stuðningurinn í dag hafði áhrif, ótrúleg stemning, mjög góður stuðningur og ég vona að þetta verði eins í síðustu þremur leikjunum,"
sagði markaskorarinn.
Athugasemdir
banner