Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 23. ágúst 2025 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Lengjudeildin
Skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í dag.
Skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann er betri í ár en í fyrra, spilar með sjálfstrausti'
'Hann er betri í ár en í fyrra, spilar með sjálfstrausti'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rafael Victor átti mjög góðan leik í liði Þórs sem vann 3-1 sigur á Njarðvík í toppbaráttuslag Lengjudeildarinnar í dag. Portúgalski framherjinn ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Njarðvík

„Lykillinn var að halda trúnni, við höfum verið að vinna marga leiki, höfum gefið okkur alla í leikina og í dag var þetta eins; vildum gefa allt í þetta frá fyrstu mínútu. Við gerðum það og núna erum við með stigin þrjú."

Rafael kom til Þórs frá Njarðvík eftir tímabilið 2023. Kveikti það meira í honum að mæta sínum fyrrum liðsfélögum?

„Nei, í rauninni ekki. Ég var bara að hugsa um að vinna, því með sigri færum við á toppinn og þyrftum bara að treysta á okkur sjálfa. Ég var bara einbeittur á að hjálpa liðinu að vinna."

Rafael átti sinn besta leik í langan tíma í dag, í það minnsta hans besti leikur á þessu tímabili. Hann missti af byrjun mótsins vegna meiðsla en hefur í síðustu 3-4 leikjum verið alveg 100%.

„Við erum á góðum stað, ég er mjög ánægður og núna er þetta undir okkur komið. Við verðum að vera auðmjúkir, gefa okkur alla í alla leikina."

Rafael spilar sem fremsti maður og vinstra megin við hann hefur Sigfús Fannar Gunnarsson raðað inn mörkum. Sigfús hefur skorað tólf mörk í deildinni á tímabilinu.

„Það er mjög gott að spila með honum, hann er betri í ár en í fyrra, spilar með sjálfstrausti, hann er snöggur og öflugur þegar hann fer af stað með boltann."

Portúgalinn var spurður út í markið sem hann skoraði, það myndaðist stórt gat í vörn Njarðvíkur þar sem varnarmaður þeirra lá eftir, og framherjinn nýtti sér það gat.

„Ég tók ekki eftir því að hann var í grasinu, ég vildi bara fá boltann, sá markið og vildi skora. Það er vinnan mín."

„Stuðningurinn í dag hafði áhrif, ótrúleg stemning, mjög góður stuðningur og ég vona að þetta verði eins í síðustu þremur leikjunum,"
sagði markaskorarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner