Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 16:31
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Gleðidagur hjá lærisveinum Lampard sem skoruðu sjö - Willum flottur í sigri
Frank Lampard stýrði sínum mönnum til sigurs á miklum gleðidegi
Frank Lampard stýrði sínum mönnum til sigurs á miklum gleðidegi
Mynd: EPA
Willum byrjaði í flottum sigri Birmingham
Willum byrjaði í flottum sigri Birmingham
Mynd: Birmingham City
Frank Lampard og lærisveinar hans í Coventry City fögnuðu kaupum félagsins á leikvangi þess með því að slátra QPR, 7-1, í ensku B-deildinni í dag.

Coventry tilkynnti kaupin á CBS-leikvanginum í dag, tuttugu árum frá því hann var byggður. Því var þetta eðlilega mikill fagnaðardagur fyrir heimamenn sem ákváðu að halda gleðinni gangandi.

Heimamenn skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik. Haji Wright og Jack Rudoni skoruðu báðir tvö og þá gerði Brandon Thomas-Asante eitt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Victor Torp skoraði tvö mörk í þeim síðari áður en Richard Kone skyggði aðeins á gleði heimamanna með því að minnka muninn undir lok leiks.

Willum Þór Willumsson átti góðan leik í liði Birmingham sem vann Oxford, 1-0. Alfons Sampsted var ekki með Birmingham í leiknum í dag.

Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum hjá Preston sem lagði Ipswich að velli, 1-0, og þá töpuðu Southampton-menn óvænt fyrir Stoke, 2-1.

Hollywood-lið Wrexham gerði 2-2 jafntefli við Sheffield Wednesday. Þetta var fyrsta stig Wrexham í B-deildinni í ár. Kieffer Moore skoraði bæði mörk Wrexham.

Norwich 1 - 2 Middlesbrough
0-1 Finn Azaz ('43 )
0-2 Tommy Conway ('45 )
1-2 Josh Sargent ('85 )
Rautt spjald: Jacob Wright, Norwich ('58)

Southampton 1 - 2 Stoke City
0-1 Lewis Baker ('54 )
0-2 Sorba Thomas ('76 )
1-2 Taylor Harwood-Bellis ('79 )
Rautt spjald: Divin Mubama, Stoke City ('59)

West Brom 1 - 1 Portsmouth
1-0 Mikey Johnston ('26 )
1-1 Colby Bishop ('56 )

Preston NE 1 - 0 Ipswich Town
1-0 Milutin Osmajic ('11 , víti)

Wrexham 2 - 2 Sheffield Wed
1-0 Kieffer Moore ('15 )
2-0 Kieffer Moore ('31 )
2-1 Barry Bannan ('63 )
2-2 Bailey Cadamarteri ('81 )

Sheffield Utd 0 - 1 Millwall
0-1 Luke Cundle ('38 )

Coventry 7 - 1 QPR
1-0 Haji Wright ('12 )
2-0 Brandon Thomas-Asante ('23 )
3-0 Jack Rudoni ('35 )
4-0 Haji Wright ('37 )
5-0 Jack Rudoni ('43 )
6-0 Victor Torp ('47 )
7-0 Victor Torp ('66 )
7-1 Richard Kone ('90 )

Birmingham 1 - 0 Oxford United
1-0 Paik Seung-Ho ('40 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stoke City 3 3 0 0 8 2 +6 9
2 Middlesbrough 3 3 0 0 6 1 +5 9
3 Coventry 3 2 1 0 12 4 +8 7
4 West Brom 3 2 1 0 5 3 +2 7
5 Birmingham 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Preston NE 3 2 1 0 4 2 +2 7
7 Leicester 3 2 0 1 4 3 +1 6
8 Millwall 3 2 0 1 3 4 -1 6
9 Bristol City 3 1 2 0 5 2 +3 5
10 Southampton 3 1 1 1 4 4 0 4
11 Portsmouth 3 1 1 1 3 3 0 4
12 Watford 3 1 1 1 3 3 0 4
13 Swansea 3 1 1 1 2 2 0 4
14 Charlton Athletic 3 1 1 1 1 1 0 4
15 Hull City 3 1 1 1 3 5 -2 4
16 Blackburn 3 1 0 2 4 3 +1 3
17 Norwich 3 1 0 2 4 5 -1 3
18 Ipswich Town 3 0 2 1 2 3 -1 2
19 Wrexham 3 0 1 2 5 7 -2 1
20 Derby County 3 0 1 2 5 9 -4 1
21 Sheff Wed 3 0 1 2 3 7 -4 1
22 QPR 3 0 1 2 3 10 -7 1
23 Oxford United 3 0 0 3 2 5 -3 0
24 Sheffield Utd 3 0 0 3 1 6 -5 0
Athugasemdir
banner