Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Viðars: Leiðinleg staða hjá ÍH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni valtaði yfir ÍH.
Magni valtaði yfir ÍH.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍH er á botni 3. deildar, liðið er með fjögur stig eftir átján leiki og einungis tölfræðinni frá því að vera fallið í 4. deildina þegar fjórar umferðir eru eftir.

ÍH tapaði 15-0 gegn Magna á Grenivík á miðvikudag í leik sem var ansi furðulegur, og sérstaklega aðdragandi leiksins. ÍH byrjaði með einungis níu leikmenn inn á og tveir komu inn á strax á fyrstu mínútu.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, um stöðu ÍH, en samstarf er á milli félaganna. Hann var fyrst spurður almennt út í stöðu ÍH.

„Það er leiðinlegt að staðan sé þessi, að liðið sé í botnsæti og að falla í 4. deild. Við höfum leyft ÍH að æfa á svæðinu okkar og lánað þeim einhverja leikmenn á 2. flokks aldri. Það er leiðinlegt að leikur skuli fara á þann hátt sem fór á, maður vill ekki að fótboltaleikir fari svona. Það er leiðinlegt því að hjá ÍH hefur verið unnið gott starf af sjálfboðaliðum sem hafa lagt ansi mikið í þetta. Það hefur eitthvað farið úrskeiðis, undanfarið ár hefur hallað undan fæti. Það hefur gengið illa að fá mannskap til að taka þátt í þessu, haldist illa á þjálfurum og öðru slíku og það boðar aldrei gott," segir Davíð.

Er FH eitthvað að skoða það að koma meira að starfinu hjá ÍH?

„Það eru svo sem alltaf einhver samtöl í gangi, en það er ekkert sem við höfum ákveðið. Við höfum komið inn af krafti kvennamegin með góðri hjálp frá þeim sem voru að stjórna þessu karlamegin hjá ÍH. Það hefur verið á okkar könnu. En það hefur ekki alveg verið möguleiki að gera það karlamegin, allavega ekki hingað til. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða, það þyrfti þá að taka ákvörðun á að leggja minni áherslu á 2. flokkinn og meiri áherslu á þetta venslalið sem ÍH væri. Það eru kostir og gallar við það."

ÍH og FH munu skoða málið
Hefur þú einhverja skoðun á því að leikmenn sem ekki voru skráðir í ÍH hafi verið mættir til að spila leikinn á Grenivík?

„Ég get ekki kommentað á eitthvað sem ég hef ekki nægilega mikla vitneskju um. Þetta er eitthvað sem ÍH þarf að skoða, og við svo sem með þeim. Við þurfum að skoða þetta okkar megin líka," segir Davíð.
Athugasemdir
banner