James Trafford var lang slakasti maður vallarins er Manchester City tapaði fyrir Tottenham, 2-0, á Etihad í dag.
Markvörðurinn gerði stór mistök í öðru marki Tottenham og var heppinn að fá ekki rauða spjaldi stuttu síðar er hann sparkaði í síðu Mohammed Kudus.
Manchester Evening News gefur Trafford 4 fyrir frammistöðuna og þá voru margir með fimmu, eins og norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland og Tijjani Reijnders, sem var langbestur í leik liðsins gegn Wolves um síðustu helgi.
Fjórir leikmenn Tottenham fá 9 hjá Football.London. Það eru þeir Pedro Porro, Cristian Romero, Joao Palhinha og Pape Matar Sarr.
Enginn byrjunarliðsmaður fær undir 8 og skiljanlega enda stórkostleg frammistaða hjá lærisveinum Thomas Frank sem eru á toppnum með fullt hús stiga.
Man City: Trafford (4), Lewis (5), Stones (6), Dias (5), Ait Nouri (6), Nico (5), Reijnders (5), Cherki (5), Bobb (6), Marmoush (5), Haaland (5).
Varamenn: Ake (5), Doku (6), Silva (6), Foden (6), Rodri (6).
Tottenham: Vicario (8), Porro (9), Romero (9), Van de Ven (8), Spence (8), Bentancur (8), Palhinha (9), Kudus (8), Sarr (9), Johnson (8), Richarlison (8).
Varamenn: Solanke (7), Odobert (7), Bergvall (7).
Athugasemdir