Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
banner
   fös 22. ágúst 2025 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Chelsea með stórsigur á West Ham
Mynd: EPA
West Ham 1 - 5 Chelsea
1-0 Lucas Paqueta ('6 )
1-1 Joao Pedro ('15 )
1-2 Pedro Neto ('23 )
1-3 Enzo Fernandez ('34 )
1-4 Moises Caicedo ('54 )
1-5 Trevoh Chalobah ('58 )

Það var markaveisla þegar West Ham fékk Chelsea í heimsókn í úrvalsdeildinni í kvöld.

Það var draumabyrjun fyrir Chelsea þar sem Lucas Paqueta kom liðinu yfir þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

Chelsea jafnaði metin þegar Marc Cucurella framlengdi boltann inn á teiginn með höfðinu eftir hornspyrnu og Joao Pedro skallaði boltann í netið.

Pedro Neto kom Chelsea yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Joao Pedro. Chelsea var ekki búið að segja sitt síðasta í fyrri hálfleik því Enzo Fernandez bætti þriðja markinu við eftir undirbúning Estevao sem var í byrjunarliðinu fyrir Cole Palmer sem meiddist í upphitun.

Moises Caicedo skoraði fjórða markið eftir að Mads Hermansen náði ekki að slá boltann út úr teignum eftir hornspyrnu. Trevoh Chalobah gerði síðan endanlega út um leikinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
2 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
3 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
5 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
6 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
7 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Leeds 1 1 0 0 1 0 +1 3
9 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
11 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner
banner