Framtíð Ademola Lookman, leikmanns Atalanta, er í lausu lofti en hann vill ólmur fara frá félaginu.
Hann mætti ekki á æfingar til að reyna neyða félagið í að selja sig til Inter. Ekkert varð úr því og hann er mættur aftur til æfinga með skottið á milli lappana.
Hann mætti ekki á æfingar til að reyna neyða félagið í að selja sig til Inter. Ekkert varð úr því og hann er mættur aftur til æfinga með skottið á milli lappana.
Ivan Juric, stjóri Atalanta, segir að þessi hegðun Lookman hafi meiri áhrif á stuðningsmenn liðsins en nokkurn annan.
„Þegar leikmaður reynir að neyða félagið til að sleja sig er stuðningsmönnum refsað meira en nokkrum öðrum og þurfa að takast á við afleiðingarnar. Allt sem þeir vilja er ástríða og hjarta," sagði Juric.
„Félögin og umboðsmenn gæta eigin hagsmuna en vonbrigði stuðningsmanna eru enn til staðar. Þetta er barátta milli tilfinninga og skynsemi fyrir stuðningsmenn, hvað hjartað segir, hvað sé besti fyrir liðið."
Athugasemdir