Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Framtíð Nuno í óvissu - „Samband mitt við eigandann hefur breyst“
Nuno og eigandinn skrautlegi, Marinakis.
Nuno og eigandinn skrautlegi, Marinakis.
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo, stjóri Nottingham Forest, segir að samband sitt og eiganda félagsins, hins gríska Evangelos Marinakis, sé ekki nægilega gott.

Heimildir BBC herma að staða Nuno sé ótraust þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu í Evrópukeppni og unnið Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikmannahópurinn skynji þá spennu sem sé í gangi.

„Samband mitt við Marinakis hefur breyst og við erum ekki eins nánir. Ég hef til þessa alltaf átt gott samband við eigandann og á síðasta tímabili töluðum við saman á hverjum degi," segir Nuno.

„Núna kemur okkur ekki eins vel saman. Ég trúi því að það sé mikilvægt að eiga í góðu sambandi því það sem ég hugsa fyrst og fremst um er liðið og tímabilið sem er framundan."

„Þetta eru ekki góða breytingar og ég tel að allir hjá félaginu þurfi að standa saman, það er ekki raunveruleikinn núna."

Í lok síðasta tímabils vakti athygli þegar Marinakis óð inn á völlinn og virtist skamma Nuno eftir 2-2 jafntefli gegn Leicester, sem þá var fallið úr deildinni. Vöknuðu þá vangaveltur um að samband þeirra tveggja væri ekki eins og best verður á kosið.


Athugasemdir
banner