Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ensku félögin aldrei eytt jafn miklum pening
Florian Wirtz er dýrasti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar
Florian Wirtz er dýrasti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar
Mynd: Liverpool
Eberechi Eze gekk til liðs við Arsenal frá Crystal Palace fyrir 67,5 milljónir punda í gær. Eftir það varð ljóst að úrvalsdeildarliðin bættu met en þau hafa aldrei eytt jafn miklum pening í einum félagaskiptaglugga áður.

Fyrra metið er frá sumrinu árið 2023 þegar félögin eyddu 2,463 milljörðum punda. Upphæðin í ár er komin yfir 2,5 milljarða punda.

Florian Wirtz er dýrasti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar en Liverpool keypti hann í sumar frá Leverkusen fyrir 116 milljónir punda.

Það er útlit fyrir að félögin muni eyða enn meiri pening næstu vikuna en það er mikil óvissa með framtíð Alexander Isak, Yoane Wissa, Nicolas Jackson og Gianluigi Donnarumma svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner