Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
15 ára Dowman kom sterkur inn hjá Arsenal - „Veitir liðinu sjálfstraust og gleði"
Max Dowman og Ethan Nwaneri
Max Dowman og Ethan Nwaneri
Mynd: EPA

Arsenal vann öruggan sigur gegn Leeds á Emirates í dag. Leiknum lauk með 5-0 sigri liðsins.

Viktor Gyökeres skoraði tvö fyrstu mörkin sín fyrir liðið. Jurrien Timber bætti tveimur mörkum í viðbót og Bukayo Saka skoraði eitt en þurfti síðan að fara af velli vegna meiðsla.


Hinn 15 ára gamli Max Dowman lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður. Hann fékk nokkur tækifæri til að skora og fiskaði síðan vítaspyrnu í blálokin sem Gyökeres skoraði úr.

„Það er hægt að taka marga hápunkta út úr þessum leik. Gyökeres skoraði sín fyrstu tvö mörk, Timber skoraði tvö eftir langvarandi meiðsli. Cristhian Mosquera spilaði sinn fyrsta leik og svo að sjálfsögðu var einn af aðal hápunktunum að Max Dowman spilaði sinn fyrsta leik 15 ára gamall og hafði svona mikil áhrif," sagði Arteta.

„Stórt hrós á akademíuna og allra sem hafa lagt sitt af mörkum á þessu ferðalagi. Vonandi var þetta fallegur dagur fyrir fjölskylduna. Þroskinn, sjálfstraustið og gleðin sem hann veitir restinni af liðinu er stórkostleg."


Athugasemdir
banner
banner