Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fös 22. ágúst 2025 21:44
Anton Freyr Jónsson
Laugardalsvöllur
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Eiður Aron í leiknum í kvöld
Eiður Aron í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Vestri eru bikarmeistarar árið 2025 eftir sigur á Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 1-0. Mark Jeppe Pedersen skyldi liðin að. 

„Þetta er bara ólýsanlegt." sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson eftir að liðið tryggði sér Bikarmeistaratitilinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

Eiður Aron kom fáum orðum að þegar hann var spurður út í stuðninginn sem liðið fékk í kvöld.

„Þetta er bara bilun, ég kem svo fáum orðum að og ég er í sjokki yfir þessu, þetta er bara geðveikt!," 

Vestri varðist gríðarlega vel í kvöld í 90 mínútur og varnarleikurinn var gríðarlega góður í kvöld.

„Við vorum að verjast allir fyrir hvorn annan. Valur fá ágætis færi en við elskum hreint lak."

Vestri komst yfir í fyrri hálfleik og Valur var mikið með boltann í síðari hálfleiknum og Eiður Aron segir að síðari hálfleikurinn hafi verið gríðarlega lengi að líða.

„Mér leið eins og seinni hálfleikurinn hafi tekið svona þrjá tíma, við getum orðað það þannig."

Viðtalið við Eið Aron má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner