
Keflavík tók á móti Völsungi í lokaleik nítjándu umferðar Lengjudeild karla í dag.
Það voru fullt af færum í dag og litu alls níu mörk dagsins ljós á HS Orku vellinum í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 7 - 2 Völsungur
„Góður sóknarleikur hjá okkur í dag og frábær úrslit" sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag.
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur á að horfa en óþarfi kannski að fá þessi tvö mörk á okkur en við réðum lögum of lofum og áttum frábæra byrjun. Við vorum betra liðið fannst mér í dag og verðskulduðum sigurinn"
Keflavík fékk skell í síðustu umferð gegn Fylki en svöruðu fyrir sig með því að skora sjö í dag.
„Við töpuðum illa síðast, stórt. Við unnum þar á undan stórt og töpuðum svo þar á undan stórt svo þetta hefur verið svolítið svona upp og niður hjá okkur"
„Þetta var frábært svar hjá strákunum í dag og svo er þetta bara að halda áfram, næsti leikur"
Keflavík lagaði markatöluna í dag og eiga leik gegn ÍR í næstu umferð þar sem þeir geta með sigri jafnað þá af stigum og um leið lyft sér upp fyrir þá í umspilsæti þegar lítið er eftir.
„Markatalan er jöfn og þetta gæti endað á að snúast um markatölu en við þurfum fyrst og fremst að fara og ná í stig"
„Við þurfum að byrja á því að hugsa bara um næsta leik og sjá svo hvernig staðan er eftir það"
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 26 | +19 | 39 |
2. Þróttur R. | 19 | 11 | 5 | 3 | 38 - 29 | +9 | 38 |
3. Njarðvík | 19 | 10 | 7 | 2 | 43 - 22 | +21 | 37 |
4. HK | 19 | 10 | 4 | 5 | 37 - 25 | +12 | 34 |
5. ÍR | 19 | 9 | 7 | 3 | 32 - 20 | +12 | 34 |
6. Keflavík | 19 | 9 | 4 | 6 | 45 - 33 | +12 | 31 |
7. Völsungur | 19 | 5 | 4 | 10 | 32 - 47 | -15 | 19 |
8. Grindavík | 19 | 5 | 3 | 11 | 35 - 55 | -20 | 18 |
9. Fylkir | 19 | 4 | 5 | 10 | 29 - 29 | 0 | 17 |
10. Leiknir R. | 19 | 4 | 5 | 10 | 19 - 36 | -17 | 17 |
11. Selfoss | 19 | 5 | 1 | 13 | 21 - 36 | -15 | 16 |
12. Fjölnir | 19 | 3 | 6 | 10 | 29 - 47 | -18 | 15 |