Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 23. ágúst 2025 20:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík tók á móti Völsungi í lokaleik nítjándu umferðar Lengjudeild karla í dag. 

Það voru fullt af færum í dag og litu alls níu mörk dagsins ljós á HS Orku vellinum í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 7 -  2 Völsungur

„Góður sóknarleikur hjá okkur í dag og frábær úrslit" sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag.

„Þetta var mjög skemmtilegur leikur á að horfa en óþarfi kannski að fá þessi tvö mörk á okkur en við réðum lögum of lofum og áttum frábæra byrjun. Við vorum betra liðið fannst mér í dag og verðskulduðum sigurinn" 

Keflavík fékk skell í síðustu umferð gegn Fylki en svöruðu fyrir sig með því að skora sjö í dag.

„Við töpuðum illa síðast, stórt. Við unnum þar á undan stórt og töpuðum svo þar á undan stórt svo þetta hefur verið svolítið svona upp og niður hjá okkur" 

„Þetta var frábært svar hjá strákunum í dag og svo er þetta bara að halda áfram, næsti leikur"

Keflavík lagaði markatöluna í dag og eiga leik gegn ÍR í næstu umferð þar sem þeir geta með sigri jafnað þá af stigum og um leið lyft sér upp fyrir þá í umspilsæti þegar lítið er eftir. 

„Markatalan er jöfn og þetta gæti endað á að snúast um markatölu en við þurfum fyrst og fremst að fara og ná í stig" 

„Við þurfum að byrja á því að hugsa bara um næsta leik og sjá svo hvernig staðan er eftir það" 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir