Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   lau 23. ágúst 2025 18:54
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var kaflaskiptur leikur mikið um baráttustöður og annað, missum aðeins finnst mér eftir að við jöfnum 1-1, komum virkilega sterkir í seinni hálfleikinn. Þá hefði ég viljað sjá okkur aðeins klókari í okkar leik svona taktísklega séð, shapeið á liðinu fannst mér við ætluðum að skora tvö þrjú mörk í hverri sókn og opnuðum okkur aðeins sem gerði ÍRingum kleift að komast í nokkrar góðar stöður í lokamínútunum. Mest fúll með það að ná ekki að klára og fylgt eftir þessu jöfnunarmarki með því að skora eitt tvö mörk en þetta var baráttuslagur Breiðholtsslagur sem endar í jafntefli" sagði Ágúst Þór Gylfason eftir jafntefli á heimavelli gegn ÍR.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  1 ÍR

„Línan var mjög hátt hjá okkur, það þurfti bara einn bolta inn fyrir og þeir nýttu sér það, hann var réttstæður, munaði ekki miklu og kemst einn inn og kláraði vel. Línana hjá mér hefði mátt droppa niður á réttum tíma og hefði mátt gera betur þar. Eins og ég nefndi áðan í hálfleik þá fór ég aðeins betur yfir málin og við vorum mjög rólegir yfir því að vera 1-0 undir í hálfleik og vissum það að við myndum skora, hefði viljað klára þrjú stig á heimavelli".

Ágúst var ekki ánægður með hvernig Leiknir fór alltaf í langa boltann.

„Þar eru einhverjir jákvæðir punktar sem við tökum með okkur í næsta leik en ég hefði viljað bara gera betur, bara enn þá betur, láta boltann rúlla frekar og refsa þeim, við erum með gott fótboltalið en því miður fórum við dálítið í langa boltann og náðum ekki alveg að spila okkar leik, shapeið á liðinu hefði mátt halda betur og láta ÍRingana aðeins vera með boltann og koma kannski betur á okkur ekki bara beita skyndisókn allan tímann, þær voru hættulegar og sköpuðu hættu við mark okkar. Ég hefði viljað halda boltanum hærra upp á vellinum og skapa fleiri færi".

Adam Örn og Bogdan Bogdanovic fóru báðir meiddir út af velli í dag, spurt var um líðan þeirra. 

„Ég er ekki alveg klár á því en vonast að þeir verða tilbúnir í næsta leik, við höfum viku í það sirka og þeir þurfa að hugsa vel um sig og passa sig".

Viðtalið við Ágúst má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner