Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   lau 23. ágúst 2025 13:48
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Öruggt hjá Blackburn sem náði í sín fyrstu stig
Todd Cantwell skoraði þriðja mark Blackburn gegn Hull
Todd Cantwell skoraði þriðja mark Blackburn gegn Hull
Mynd: Blackburn Rovers
Blackburn Rovers vann öruggan 3-0 sigur á Hull City og náði um leið í fyrstu stig sín í ensku B-deildinni í dag.

Blackburn tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en svaraði ágætlega fyrir það gegn Hull.

Ryan Hedges skoraði á 18. mínútu áður en þeir Yku Ohashi og Todd Cantwell bættu við tveimur mörkum á þremur mínútum í byrjun síðari hálfleiks.

Issahaku Fatawu var hetja Leicester í 1-0 sigrinum á Charlton Athletic. Hann skoraði eina mark leiksins á 49. mínútu með frábæru skoti rétt fyrir utan teig.

Leicester hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum og er nú með sex stig.

Swansea og Watford gerðu 1-1 jafntefli í Wales. Nestory Irankunda, sem kom til Watford frá Bayern í sumar, kom gestunum yfir á 35. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma með marki Zan Vipotnik.

Úrslit og markaskorarar:

Charlton Athletic 0 - 1 Leicester City
0-1 Issahaku Fatawu ('49 )

Hull City 0 - 3 Blackburn
0-1 Ryan Hedges ('18 )
0-2 Yuki Ohashi ('47 )
0-3 Todd Cantwell ('50 )

Swansea 1 - 1 Watford
0-1 Nestory Irankunda ('35 )
1-1 Zan Vipotnik ('82 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stoke City 3 3 0 0 8 2 +6 9
2 Middlesbrough 3 3 0 0 6 1 +5 9
3 Coventry 3 2 1 0 12 4 +8 7
4 West Brom 3 2 1 0 5 3 +2 7
5 Birmingham 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Preston NE 3 2 1 0 4 2 +2 7
7 Leicester 3 2 0 1 4 3 +1 6
8 Millwall 3 2 0 1 3 4 -1 6
9 Bristol City 3 1 2 0 5 2 +3 5
10 Southampton 3 1 1 1 4 4 0 4
11 Portsmouth 3 1 1 1 3 3 0 4
12 Watford 3 1 1 1 3 3 0 4
13 Swansea 3 1 1 1 2 2 0 4
14 Charlton Athletic 3 1 1 1 1 1 0 4
15 Hull City 3 1 1 1 3 5 -2 4
16 Blackburn 3 1 0 2 4 3 +1 3
17 Norwich 3 1 0 2 4 5 -1 3
18 Ipswich Town 3 0 2 1 2 3 -1 2
19 Wrexham 3 0 1 2 5 7 -2 1
20 Derby County 3 0 1 2 5 9 -4 1
21 Sheff Wed 3 0 1 2 3 7 -4 1
22 QPR 3 0 1 2 3 10 -7 1
23 Oxford United 3 0 0 3 2 5 -3 0
24 Sheffield Utd 3 0 0 3 1 6 -5 0
Athugasemdir
banner