Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 23. ágúst 2025 20:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Lengjudeildin
'Mér fannst við falla á prófinu, vorum ekki nægilega stórir til að klára þetta próf'
'Mér fannst við falla á prófinu, vorum ekki nægilega stórir til að klára þetta próf'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Helgi Aronsson er unglingalandsliðsmaður sem er á láni frá Víkingi.
Davíð Helgi Aronsson er unglingalandsliðsmaður sem er á láni frá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík er í þriðja sæti eftir leikinn.
Njarðvík er í þriðja sæti eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem ég tek út úr þessu er að við féllum á prófinu, fannst við vera pinkulitlir í okkur, ólíkir sjálfum okkur. Og þessi tvö mörk í fyrri hálfleik, þetta eru náttúrulega algjörar gjafir, Aron (Snær Friðriksson) á að verja þetta fyrsta og myndi gera það í 9 af 10 skiptum Svo er þetta mark sem Rafa fær í vöggugjöf, það er eitthvað rannsóknarefni. Ég er að spila með ungan hafsent sem lærir helling eftir þetta atvik," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tap gegn Þór í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Njarðvík

„Það er erfitt að fara með 2-0 stöðu í hálfleik, en mér fannst við koma fínt út, gerum virkilega vel, búum til góð færi og Aron (Birkir Stefánsson) ver náttúrulega stórkostlega strax í byrjun seinni. Ef við hefðum skorað þar, þá hefði þetta verið allt önnur staða. Mér fannst við falla á prófinu, vorum ekki nægilega stórir til að klára þetta próf."

Davíð Helgi Aronsson, ungur varnarmaður Njarðvíkinga, settist á grasið í aðdraganda annars marksins. Hann var ekki standandi þegar Þórsarar komust í gegn og tvöfölduðu forskot sitt.

„Leikurinn er í gangi á þessu augnabliki, hann er að drepast í hendinni og þú sem leikmaður þarft bara að þrauka, halda áfram þangað til að boltinn fer út af, og þá getur þú beðið um aðstoð. Þetta er ekki eins og í handbolta, (þar sem þú) getur dottið strax niður og þá er flautað. Það er eitthvað sem hann þarf að læra og kannski fleiri sem kunna ekki þessa reglu. Þetta sýnir að þú þarft að vera með pung í svona leiki, klókur, og mér fannst Þórsararnir ofan á þar."

„Við höfum verið mjög klínískir í sumar, höfum verið að ná góðum mörkum á góðum mómentum. Mörk breyta leikjum. Ef við hefðum náð þessu 2-1 markinu þá hefði þetta orðið allt, allt annar leikur."


Tvö töp í röð staðreynd hjá Njarðvík, er sjálfstraustið aðeins brotið?

„Það er erfitt að segja, við tókum 17 leiki án þess að tapa leik. Auðvitað var það frábært, en við hefðum átt að ná fleiri sigrum. Svo tapar þú leik, þá viltu spila sem fyrsta aftur til að lagfæra það sem fór úrskeiðis. Við fengum alvöru próf hérna, ekki auðvelt að koma hingað, en við féllum á prófinu, vorum ekki nægilega stórir."

Þórsarar mættu virkilega vel stemmdir til leiks og með mjög öflugan stuðning úr stúkunni.

„Það kom ekki á óvart hvernig þeir mættu til leiks, það sást á stemningunni fyrir leik hérna fyrir utan. Frábært hrós á Þórsarana, umgjörðina og stemninguna. Eins og ég sagði við leikmennina þá eru þetta leikirnir sem þú vilt spila; ástæðan fyrir því að þú ert að hlaupa í snjó á löngu undirbúningstímabili," segir Gunnar.
Athugasemdir
banner