Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
banner
   fös 22. ágúst 2025 22:19
Brynjar Óli Ágústsson
Donni: Lang besta liðið á landinu
Vorum ekkert sérlega mikið að einblína á þennan leik
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er allt í lagi. Ég fer ekkert með óbragð í munninum því mér fannst seinni hálfleikur vera svo góður. Flott skipulag og stelpurnar lögðu allt í það að klára þetta sómasamlega eftir svona pínu sprellikarla fyrri hálfleik að mörgu leiti,'' segir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól, eftir 5-0 tap gegn Breiðablik í 15. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Tindastóll

„Við vorum sannleika sagt ekkert sérlega mikið að einblína á þennan leik mjög mikið, nema það að fá ekki of mikið af mörkum á okkur. Fimm mörk er reyndar svolítið mikið en við erum að einblína á næstu tvo leiki,''

Mörkin hjá Breiðablik komu öll innan við 30 mínútum og leikurinn var svo sannarlega tapaður hjá Tindastól innan við þann tíma.

„Við vissum alveg að þetta yrði mjög flókið verkefni fyrir okkur. Við erum með mjög laskað lið og Breiðablik er lang besta liðið á landinu, þannig við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur,''

Það var áhugavert að sjá í leikmannaskýrslunni hjá Tindastól að liðið var aðeins með fjóra leikmenn á bekknum.

„Við eigum bara fáa leikmenn, það er ekkert flókið. Við erum með einn lánsmann frá Breiðablik sem gat ekki verið með í dag og við erum með annan sem var í banni sem er lánsmaður frá Val sem hefur verið að spila mjög vel. Svo er erlendur leikmaður meiddur, við erum ekki með stóran hóp það er bara sannleikurinn,''

Tindastóll liggur í 8. sæti deildarinnar og Halldór var spurður út í gengi liðsins í ár.

„Bara allt í lagi. Þetta er alveg á pari við það sem við gerðum ráð fyrir. Við erum enn þá í góðum séns að enda í 6. sætinu, komast í efra umspil,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner