Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fös 22. ágúst 2025 22:19
Brynjar Óli Ágústsson
Donni: Lang besta liðið á landinu
Vorum ekkert sérlega mikið að einblína á þennan leik
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er allt í lagi. Ég fer ekkert með óbragð í munninum því mér fannst seinni hálfleikur vera svo góður. Flott skipulag og stelpurnar lögðu allt í það að klára þetta sómasamlega eftir svona pínu sprellikarla fyrri hálfleik að mörgu leiti,'' segir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól, eftir 5-0 tap gegn Breiðablik í 15. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Tindastóll

„Við vorum sannleika sagt ekkert sérlega mikið að einblína á þennan leik mjög mikið, nema það að fá ekki of mikið af mörkum á okkur. Fimm mörk er reyndar svolítið mikið en við erum að einblína á næstu tvo leiki,''

Mörkin hjá Breiðablik komu öll innan við 30 mínútum og leikurinn var svo sannarlega tapaður hjá Tindastól innan við þann tíma.

„Við vissum alveg að þetta yrði mjög flókið verkefni fyrir okkur. Við erum með mjög laskað lið og Breiðablik er lang besta liðið á landinu, þannig við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur,''

Það var áhugavert að sjá í leikmannaskýrslunni hjá Tindastól að liðið var aðeins með fjóra leikmenn á bekknum.

„Við eigum bara fáa leikmenn, það er ekkert flókið. Við erum með einn lánsmann frá Breiðablik sem gat ekki verið með í dag og við erum með annan sem var í banni sem er lánsmaður frá Val sem hefur verið að spila mjög vel. Svo er erlendur leikmaður meiddur, við erum ekki með stóran hóp það er bara sannleikurinn,''

Tindastóll liggur í 8. sæti deildarinnar og Halldór var spurður út í gengi liðsins í ár.

„Bara allt í lagi. Þetta er alveg á pari við það sem við gerðum ráð fyrir. Við erum enn þá í góðum séns að enda í 6. sætinu, komast í efra umspil,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner