Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 14:13
Brynjar Ingi Erluson
Skotmark Liverpool gæti hugsað sér að fara í fjölbragðaglímu
Marc Guehi
Marc Guehi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace á Englandi, á sér annan draum en þann að spila atvinnumannafótbolta, en hann gæti vel hugsað sér að keppa í fjölbragðaglímu í Bandaríkjunum.

Varnarmaðurinn varð bikarmeistari með Palace á síðustu leiktíð og er þá fastamaður í enska landsliðinu.

Hann er sagður á leið til Liverpool á næstu dögum, en samningur hans rennur út á næstu leiktíð.

Guehi elskar ekki bara fótbolta. Hann er mikill aðdáandi WWE (fjölbragðaglímu) sem hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og er farin að dreifa vinsældum sínum um alla Evrópu.

„Ég væri mjög til í að vera fjölbragðaglímukappi (e. WWE Wrestling). Ég ólst upp við að horfa á WWE og ég hef keypt nokkra viðburði á Netflix. Ég myndi elska að vera í þessu.“

„Þetta getur verið hættulegt, en leiklistin á bak við þetta er heillandi. Ég er góður að bulla í mækinn og fæ fólk oft til að trúa því að ég sé vondi eða góði kallinn,“
sagði Guehi við BBC.

Nýlega var fyrsta fjölbragðaglímufélagið stofnað hér á Íslandi, en það er spurning hvort það sé til á Englandi, svo hann geti svalað þorsta sínum í þetta ágæta áhugamál í heimalandinu.
Athugasemdir
banner