Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Farke: Mörkin sem Timber skoraði voru pirrandi
Mynd: EPA

Leeds steinlá 5-0 gegn Arsenal á Emirates í 2. umferð úrvalsdeildarinnar í dag.

Leeds er nýliði í deildinni og byrjaði tímabilið vel með sigri á Everton í fyrstu umferð en liðið var hent niður á jörðina í dag. Daniel Farke, stjóri Leeds, var að vonum svekktur í leikslok.


„Við vissum að þeir myndu koma fljúgandi inn í leikinn. Við töluðum um að lifa þennan leik af. Þeir sköpuðu ekki mikið í gegnum miðjuna en voru mjög hættulegir á köntunum," sagði Farke.

„Það er pirrandi að Timber hafii skorað tvö mörk á milli sterkustu varnarmanna liðsins. Ef þú vilt fá stig út úr svona leik verður þú að gera betur í þessum stöðum. Við vitum að þessi leikur skilgreinir ekki tímabilið okkar."


Athugasemdir
banner
banner
banner