Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
banner
   lau 23. ágúst 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Tottenham vann og hélt hreinu á Etihad
Brennan Johnson skoraði fyrra mark Tottenham í sigrinum
Brennan Johnson skoraði fyrra mark Tottenham í sigrinum
Mynd: EPA
Tilfinningarnar leyndu sér ekki hjá Pep Guardiola
Tilfinningarnar leyndu sér ekki hjá Pep Guardiola
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester City 0 - 2 Tottenham
0-1 Brennan Johnson ('35 )
0-2 Joao Palhinha ('45 )

Tottenham bar sigurorð af Manchester City, 2-0, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum í dag. Um leið jafnaði Tottenham met Liverpool yfir sigra gegn lærisveinum Pep Guardiola.

Lundúnaliðið hefur litið vel út í byrjun leiktíðar undir stjórn nýja stjórans, Thomas Frank.

Það fagnaði 3-0 sigri á Burnley síðustu helgi og fylgdi honum vel á eftir.

Omar Marmoush ógnaði marki Tottenham nokkrum sinnum í fyrri hálfleiknum, en fór illa með tvö góð færi á meðan Tottenham nýtti sín.

Brennan Johnson kom gestunum á bragðið á 35. mínútu. Pape Matar Sarr setti boltann inn fyrir á Richarlison sem sendi góðan bolta fyrir markið á Johnson sem skoraði annað deildarmark sitt á tímabilinu.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Portúgalinn Joao Palhinha við öðru marki eftir skelfileg mistök frá James Trafford í marki Man City.

Hann var með boltann í eigin vítateig og ætlaði að koma honum á Nico Gonzalez sem hljóp að honum, en Sarr var í manninum, náði að vinna boltann af honum sem skoppaði til Richarlison. Trafford var fljótur út í Brasilíumanninn, en náði ekki að blaka honum lengra en á Palhinha sem skoraði með föstu skoti í gegnum nokkra varnarmenn City.

Trafford var heppinn að vera enn inn á vellinum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hann fór heldur groddalega út í Mohammed Kudus, en slapp við spjald.

Í þeim síðari fengu Tottenham-menn marga góða sénsa til að bæta við. Það var verið að mata Richarlison í færum sem tókst ekki að nýta þau.

Rodri kom inn af varamannabekknum þegar stundarfjórðungur var eftir og átti strax hættulegan skalla og þá átti liðsfélagi hans, Bernardo Silva, skalla rétt yfir markið nokkrum mínútum síðar.

Undir lok leiks voru gestirnir nálægt þriðja markinu. Dominic Solanke átti skot sem Trafford varði út á Wilson Odobert sem stangaði frákastinu í átt að fjærhorninu, en Trafford var aftur mættur til að bægja hættunni frá.

Þetta var það síðasta markverða sem gerðist í þessum leik og niðurstaðan 2-0 sigur Tottenham. Þetta er þetta tíundi sigur Tottenham gegn lærisveinum Guardiola og hefur liðið nú jafnaði Liverpool sem hefur einnig sótt tíu sigra gegn spænska stjóranum.

Frábær byrjun hjá Frank og hans mönnum. Tottenham er með fullt hús stiga en Man City með þrjú stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir