Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palmer ekki með í kvöld - Meiddist í upphitun
Mynd: EPA
Cole Palmer var í byrjunarliði Chelsea sem var tilkynnt fyrir leikinn gegn West Ham sem hófst klukkan 19.

Enzo Maresca hefur hins vegar þurft að taka hann úr liðinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í upphitun.

Hinn 18 ára gamli Estevao Willan kemur inn í liðið í hans stað.

Estevao er Brasilíumaður en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Crystal Palace í fyrstu umferð.

Hann gekk til liðs við félagið frá Palmeiras eftir HM félagsliða í sumar en hann skoraði gegn Chelsea í síðasta leik brasilíska liðsins á mótinu. Chelsea vann leikinn 2-1.
Athugasemdir
banner
banner