
„Mér líður frábærlega með sigurinn, geggjaður leikur. Við lokuðum betur á bestu mennina þeirra en á okkar bestu menn. Ég held að það hafi skilið á milli," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir sigur á Njarðvík í dag. Þór fór með sigurinn á topp Lengjudeildarinnar.
„Það var búið að hóa mönnum saman í stúkuna fyrir þennan leik, magnaður dagur. Fílingurinn alla vikuna var þannig að þetta yrði góður dagur og hann var það. Vonandi fáum við aftur svona í Bogann eftir tvær vikur."
„Það var búið að hóa mönnum saman í stúkuna fyrir þennan leik, magnaður dagur. Fílingurinn alla vikuna var þannig að þetta yrði góður dagur og hann var það. Vonandi fáum við aftur svona í Bogann eftir tvær vikur."
Lestu um leikinn: Þór 3 - 1 Njarðvík
Stuðningur Mjölnismanna var frábær í dag og hafði mjög mikið að segja.
„Við undirbjuggum okkur fyrir það að láta stuðninginn telja. Spennan í leikmannahópnum fyrir því að fá þennan stuðning, loksins fá læti í Bogann, tímamótadæmi að fá svona stuðning."
„Njarðvík er hrikalega gott lið og það er ekkert sjálfsagt að þagga niður í þeim og halda markinu hreinu í 95 mínútur. Ég er pínu svekktur með að fá markið á okkur í lokin, en annars frábært. Það skyggir ekkert á, við erum aðeins á eftir þeim í markatölu, það getur talið en ég tek þessu, sigurinn frábær."
„Rafa (Rafael Victor) átti sinn besta leik á tímabilinu, gjörsamlega geggjaður. Mér fannst Kristófer (Kristjánsson) líka frábær úti hægra megin, slökkti í Oumar Diouck og hann var geggjaður fram á við. Það var eins og að fá nýjan leikmann að fá hann inn." Kristófer sneri aftur á völlinn í lok júlí og hefur komið vel inn, mest spilað sem hægri bakvörður.
Þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Þór á eftir að spila við Selfoss, Fjölni og Þrótt. „Það eru allir leikir rosalega erfiðir í þessari deild. Við þurfum að hlaða batteríin fyrir næstu helgi, hópurinn er stór núna og erfitt að velja í hópinn. Við erum á skriði, stemningin er góð og ég held að liðin forðist að mæta okkur."
„Við þurfum að halda okkur á jörðinni. Nú er þetta erfiðasta, að vera á toppnum og halda sér þar. Það er erfiðara að halda sér þar en að vera að elta það. Við þurfum að vera klárir í það. Eins og stemningin og hugurinn í hópnum er, þá finnst mér það líklegra en ekki."
Þór vann topplið deildarinnar fyrir umferðina nokkuð sannfærandi. Það gerði liðið án Ibrahima Balde sem hefur verið jafnbesti leikmaður deildarinnar í sumar.
„Það sýnir klárlega hversu sterkt liðið er orðið. Við erum búnir að vera að missa leikmenn úr inn á milli, það gerist, það er styrkur í hópnum að græja svoleiðis fyrir okkur."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 21 | 13 | 3 | 5 | 49 - 30 | +19 | 42 |
2. Þróttur R. | 21 | 12 | 5 | 4 | 42 - 35 | +7 | 41 |
3. Njarðvík | 21 | 11 | 7 | 3 | 47 - 25 | +22 | 40 |
4. HK | 21 | 11 | 4 | 6 | 42 - 29 | +13 | 37 |
5. ÍR | 21 | 10 | 7 | 4 | 37 - 25 | +12 | 37 |
6. Keflavík | 21 | 10 | 4 | 7 | 49 - 38 | +11 | 34 |
7. Völsungur | 21 | 7 | 4 | 10 | 36 - 48 | -12 | 25 |
8. Grindavík | 21 | 6 | 3 | 12 | 38 - 58 | -20 | 21 |
9. Fylkir | 21 | 5 | 5 | 11 | 32 - 31 | +1 | 20 |
10. Leiknir R. | 21 | 5 | 5 | 11 | 22 - 39 | -17 | 20 |
11. Selfoss | 21 | 6 | 1 | 14 | 24 - 40 | -16 | 19 |
12. Fjölnir | 21 | 3 | 6 | 12 | 31 - 51 | -20 | 15 |
Athugasemdir