Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Planið okkar mistókst"
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: EPA
Fulham er líklega það félag sem er svekktast með viðskiptin á sumarmarkaðnum.

Það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lundúnafélaginu. Aðeins einn leikmaður er kominn og það er varamarkvörður frá Frakklandi.

Fulham hefur verið að reyna að kaupa brasilíska kantmanninn Kevin frá Shakhtar Donetsk en þær viðræður ganga hægt.

„Við vorum með plan og það hefur hingað til ekki gengið eftir. Svo einfalt er það," sagði Silva á fréttamannafundi í dag en hans menn mæta Manchester United um helgina.

„Við verðum að líta á okkur sjálfa. Þetta er okkur að kenna, ekki markaðnum. Planið okkar mistókst. Það er ljóst."

Silva segir að Fulham hafi misst af ákveðnum skotmörkum og þurfi núna að horfa í aðra átt þegar styttist í að glugginn loki.
Athugasemdir
banner