Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fös 22. ágúst 2025 21:37
Haraldur Örn Haraldsson
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er frábært, þetta er óútskýranleg tilfinning," sagði Jeppe Pedersen markaskorari Vestra í bikarúrslitaleik þeirra gegn Val, sem  þeir unnu 1-0.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

„Þetta er fyndið að vera drekkt í mjólk, mér finnst þetta frábært. Við verðum að njóta núna, þannig þetta er bara frábært," sagði Jeppe.

Markið sem Jeppe skoraði var algjörlega frábært, negla fyrir utan teig sem söng í netinu.

„Mér fannst ég hitta boltann mjög vel, og ég sá hann fara alla leið. Þetta er örugglega besta markið sem ég hef skorað á ferlinum. Þvílíkur dagur að gera það," sagði Jeppe.

Vestra liðið þurfti að verjast mest allan leikinn, þar sem þeir lágu aftarlega og Valsarar sóttu á þá. Þeir gerðu það vel og stöðvuðu Valsarana.

„Þetta var erfitt. Eftir að við skorum markið, fannst mér við detta full langt niður, við vorum ekki nógu aggresívir. Valur er mjög gott lið og við vissum að þetta yrði erfitt, við vonuðumst til að geta spilað aðeins meira. En svona þróaðist leikurinn, og við vörðumst eins og 'fokking' heild. Þannig er leikurinn bara stundum," sagði Jeppe.

Vestra liðið hefur komið öllum að óvörum með frammistöðu sinni í sumar, og ná sér í sinn fyrsta bikarmeistaratitil í kvöld. Einstakt kvöld fyrir Vestfirði.

„Það trúði örugglega enginn á okkur, ég sá fyrir tímabil að fólk var að spá því að við myndum falla. Þetta kemur á óvart, en ég held að stuðningurinn útskýrir margt og allir í kringum klúbbinn. Þetta er fjölskylda," sagði Jeppe.

Jeppe spilaði gegn bróðir sínum Patrick Pedersen í kvöld en hann fór illa meiddur af velli í seinni hálfleik.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að sjá það. Ég vorkenni honum, og það eru smá blendnar tilfinningar. Ég er 'fokking' glaður, en þetta er líka mjög sorglegt," sagði Jeppe.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner