Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Sannfærandi hjá Þórsurum sem tylltu sér á toppinn
Sigfús Fannar skoraði og lagði upp. Hann er markahæstur í deildinni með tólf mörk!
Sigfús Fannar skoraði og lagði upp. Hann er markahæstur í deildinni með tólf mörk!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þór 3 - 1 Njarðvík
1-0 Sigfús Fannar Gunnarsson ('6 )
2-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('25 )
3-0 Ingimar Arnar Kristjánsson ('72 )
3-1 Tómas Bjarki Jónsson ('96 )
Lestu um leikinn

Þór kom sér í toppsæti Lengjudeildarinnar með því að vinna Njarðvík, 3-1, í Boganum í kvöld.

Sigfús Fannar Gunnarsson var ekki lengi að koma Þór í forystu en hann gerði fyrsta markið á 6. mínútu. Aron Ingi Magnússon lagði boltann til hliðar á Sigfús sem skoraði tólfta deildarmark sitt á tímabilinu.

Þórsarar sterkir í byrjun leiks og héldu þeir áfram að setja pressuna á Njarðvíkinga með öðru marki er Rafael Victor fékk sendingu frá Kristófer Kristjánssyni og afgreiddi boltann snyrtilega í netið.

Njarðvíkingar voru nálægt því að minnka muninn undir lok hálfleiksins er Aron Birkir Stefánsson las aukaspyrnu illa og missti boltann úr höndum sér. Sigurjón Már Markússon var fyrstur að átta sig í teignum og kom boltanum í átt að marki, en Ragnar Óli Ragnarsson náði að bjarga nánast á marklínu.

Í þeim síðari sóttu bæði lið en náðu ekki að nýta færin. Freysteinn Ingi Guðnason kom boltanum í mark Þórsara þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka en hann dæmdur rangstæður.

Nokkrum mínútum síðar gulltryggði Ingimar Arnar Kristjánsson sigur Þórsara er hann skoraði með hnitmiðuðu skoti á nærstönginni eftir sendingu frá Sigfúsi.

Sigfús Fannar átti að skora annað mark sitt stundarfjórðungi fyrir lok leiks er hann kom sér í dauðafæri. Hann reyndi að klobba Aron Snæ Friðriksson, en markvörðurinn sá við honum.

Njarðvíkingar fengu eitt sárabótarmark seint í uppbótartíma er Tómas Bjarki Jónsson var einn og óvaldaður í teignum áður en hann kom boltanum í netið.

Þórsarar betri aðilinn í dag og unnu sannfærandi sigur sem kom liðinu í toppsæti Lengjudeildarinnar með 39 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Njarðvík er í 3. sæti með 37 stig.

Það eru svakaleg spenna framundan. Þór mætir næst Selfoss og Fjölni áður en það spilar við Þrótt í lokaumferðinni. Það eru ágætis líkur á því að við fáum hreinan úrslitaleik um hvort liðið fari beint upp í Bestu deildina.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
2.    Þróttur R. 19 11 5 3 38 - 29 +9 38
3.    Njarðvík 19 10 7 2 43 - 22 +21 37
4.    HK 19 10 4 5 37 - 25 +12 34
5.    ÍR 19 9 7 3 32 - 20 +12 34
6.    Keflavík 19 9 4 6 45 - 33 +12 31
7.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
8.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
9.    Fylkir 19 4 5 10 29 - 29 0 17
10.    Leiknir R. 19 4 5 10 19 - 36 -17 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 19 3 6 10 29 - 47 -18 15
Athugasemdir
banner
banner