Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðræður við Sancho ganga illa - Roma snýr sér að Elmas
Mynd: EPA
Jadon Sancho hefur verið orðaður við Roma undanfarið en ítalska félaginu gengur illa að ná samkomulagi við leikmanninn.

Greint var frá því á dögunum að Man Utd væri tilbúið að samþykkja 20 milljón punda tilboði frá Roma en Sancho er ekki tilbúinn að samþykkja samningstilboð frá ítalska liðinu.

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Roma hafi snúið sér að Eljif Elmas, leikmanni RB Leipzig.

Napoli hefur einnig áhuga á honum og Roma þarf líklega að kaupa leikmanninn til að eiga möguleika á að fá hann. Roma er hins vegar að reyna að fá hann á láni með kaupmöguleika en Di Marzio segir að það dugir líklega ekki.

Elmas er 25 ára og kemur frá Makedóníu. Hann þekkir til á Ítalíu þar sem hann var á láni hjá Torino á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði fjögur mörk í 13 leikjum seinni hluta tímabilsins.

Besiktas og Dortmund eru meðal félaga sem hafa áhuga á Sancho.
Athugasemdir
banner