Enska félagið Arsenal hefur staðfest kaupin á Eberechi Eze en hann kemur frá Crystal Palace fyrir 67,5 milljónir punda.
Arsenal 'stal' Eze frá nágrönnum sínum í Tottenham á miðvikudag, en Tottenham hafði verið í löngum og ströngum viðræðum við Palace áður en Arsenal kom inn, náði samkomulagi og sannfærði leikmanninn um að koma.
Eze hélt í læknisskoðun hjá Arsenal um helgina og gekk í kjölfarið frá félagaskiptum sínum, en hann skrifar undir langtímasamning við uppeldisfélagið.
Þetta er alvöru yfirlýsing frá Arsenal sem missti Kai Havertz í meiðsli. Arsenal hefur tapað titilbaráttu síðustu tímabil og ætlar sér ekki að endurtaka leikinn í ár.
Eze mun klæðast treyju númer 10 hjá Arsenal. Hann var kynntur á Emirates-leikvanginum fyrir leik liðsins gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.
It was only ever Arsenal.
— Arsenal (@Arsenal) August 23, 2025
A boyhood Gooner, our new number 10 – welcome home, Ebere ?? pic.twitter.com/k3h67d4rg7
Athugasemdir