Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 16:21
Brynjar Ingi Erluson
Eberechi Eze til Arsenal (Staðfest)
Mynd: Arsenal
Enska félagið Arsenal hefur staðfest kaupin á Eberechi Eze en hann kemur frá Crystal Palace fyrir 67,5 milljónir punda.

Arsenal 'stal' Eze frá nágrönnum sínum í Tottenham á miðvikudag, en Tottenham hafði verið í löngum og ströngum viðræðum við Palace áður en Arsenal kom inn, náði samkomulagi og sannfærði leikmanninn um að koma.

Eze hélt í læknisskoðun hjá Arsenal um helgina og gekk í kjölfarið frá félagaskiptum sínum, en hann skrifar undir langtímasamning við uppeldisfélagið.

Þetta er alvöru yfirlýsing frá Arsenal sem missti Kai Havertz í meiðsli. Arsenal hefur tapað titilbaráttu síðustu tímabil og ætlar sér ekki að endurtaka leikinn í ár.

Eze mun klæðast treyju númer 10 hjá Arsenal. Hann var kynntur á Emirates-leikvanginum fyrir leik liðsins gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Athugasemdir
banner