Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 18:06
Kári Snorrason
Byrjunarliðin í bikarúrslitunum: Frederik Schram klár í slaginn
Mjólkurbikarinn er undir.
Mjólkurbikarinn er undir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik.
Túfa gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik.
Mynd: Kári Snorrason
Davíð Smári gerir tvær breytingar.
Davíð Smári gerir tvær breytingar.
Mynd: Kári Snorrason
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins hefst eftir tæplega klukkustund, þegar Valur og Vestri eigast við á Laugardalsvelli. Búið er að opinbera byrjunarlið leiksins.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Vestri

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá 4-1 tapi gegn ÍBV síðastliðna helgi. Inn í byrjunarliðið koma þeir Frederik Schram, Marius Lundemo og Albin Skoglund.

Á bekkinn sitjast þeir Stefán Þór Ágústsson, Sigurður Egill Lárusson og Lúkas Logi Heimisson.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir tvær breytingar frá 2-1 tapi gegn Stjörnunni í síðustu umferð Bestu-deildarinnar. Inn í byrjunarliðið koma þeir Thibang Phete og Diego Montiel.

Úr byrjunarliðinu víkja þeir Sergine Fall og Morten Ohlsen Hansen sem bar fyrirliðabandið í síðasta leik.


Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
4. Markus Lund Nakkim
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Marius Lundemo

Byrjunarlið Vestri:
12. Guy Smit (m)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
5. Thibang Phete
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic
8. Ágúst Eðvald Hlynsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
40. Gustav Kjeldsen
Athugasemdir
banner
banner